Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 8
4. mynd. Einföld teikning af jarðlögum neðst í Lambatungnatindi að sunnan, skammt frá sporði Lambatungnajökuls. A geological sketch of the lowermost southern part of Lambatungnatindur, immediately east of the snout of Lambatungnajökull. Móbergið og rofflöturinn með völu- berginu sýna að mishæðótt landslag einkenndi umhverfið í kjölfar rofsins. Punnt basískt hraunlag (merkt 1 á 4. mynd) rann yfir völubergið. Hraun- ið er fínkornótt og holufyllt. Síðan varð nokkurt goshlé því forn jarðveg- ur með gróðurleifum (surtarbrandur) liggur ofan á því. Mesta þykkt þessa setlags er eitthvað á annan metra, en mesta þykkt surtarbrandsins er 70 cm. A nokkrum stöðum hafa fundist för eftir plöntur í surtarbrandinum. Ekki hefur tekist að greina þær til tegunda, en hér er sennilega um votlendisplönt- ur að ræða (Leifur A. Símonarson, munnl. uppl. 1990). Hraun 2 hefur síðan flætt yfir gróið og mishæðótt land, að því er best verður séð. Þykkt hraunsins er breyti- leg, frá 5 til 10 m, og er lagið sundur- laust langs eftir opnunni. Hraunið er fínkornótt og þétt ásýndar en þó mjög blöðrótt. Stærstu blöðrurnar eru ílangar, nokkurra cm langar og í þeim finnst jarðbikið. Magn jarðbiksins er mismikið frá einum stað til annars, víðast mjög lítið, en tveir af þremur fundarstöðum eru sýndir á 4. mynd. Augljóst er að hraunið hefur verið nokkuð gasríkt er það rann, sem bendir frekar til nálægðar við gos- stöðvar. f jarðbikshraunlaginu sjást fjöl- margar óreglulegar sprungur, sem sumar hverjar hafa orðið til er hraun- ið kólnaði, en aðrar við frostveðrun löngu síðar. Kólnunarsprungurnar, sem eru örgrannar, eru yfirleitt ryð- litar á sprunguflötum, og stafar það af járnoxíð-samböndum (límonít) sem settust til ásamt dökkum jaspis og kar- bónötum (kalsít og síderít) er hraunið ummyndaðist. Þriðja gerðin af sprungum sést líka. Þær eru mun breiðari (nokkrir cm) og urðu til við brotahreyfingar í jarðskorpunni. Þessi gerð af sprungum er alltaf fyllt og má greina jaspis og kalsedón næst sprunguveggjum og kalsít í miðju. Þessar sprungur stefna norðaustur samsíða rekás hins forna gosbeltis. Halli sprunguflatanna til suðausturs bendir til þess að sprungufyllingarnar hafi myndast áður en jarðlögin snör- uðust til norðvesturs. Það setur 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.