Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 8
4. mynd. Einföld teikning af jarðlögum neðst í Lambatungnatindi að sunnan, skammt frá sporði Lambatungnajökuls. A geological sketch of the lowermost southern part of Lambatungnatindur, immediately east of the snout of Lambatungnajökull. Móbergið og rofflöturinn með völu- berginu sýna að mishæðótt landslag einkenndi umhverfið í kjölfar rofsins. Punnt basískt hraunlag (merkt 1 á 4. mynd) rann yfir völubergið. Hraun- ið er fínkornótt og holufyllt. Síðan varð nokkurt goshlé því forn jarðveg- ur með gróðurleifum (surtarbrandur) liggur ofan á því. Mesta þykkt þessa setlags er eitthvað á annan metra, en mesta þykkt surtarbrandsins er 70 cm. A nokkrum stöðum hafa fundist för eftir plöntur í surtarbrandinum. Ekki hefur tekist að greina þær til tegunda, en hér er sennilega um votlendisplönt- ur að ræða (Leifur A. Símonarson, munnl. uppl. 1990). Hraun 2 hefur síðan flætt yfir gróið og mishæðótt land, að því er best verður séð. Þykkt hraunsins er breyti- leg, frá 5 til 10 m, og er lagið sundur- laust langs eftir opnunni. Hraunið er fínkornótt og þétt ásýndar en þó mjög blöðrótt. Stærstu blöðrurnar eru ílangar, nokkurra cm langar og í þeim finnst jarðbikið. Magn jarðbiksins er mismikið frá einum stað til annars, víðast mjög lítið, en tveir af þremur fundarstöðum eru sýndir á 4. mynd. Augljóst er að hraunið hefur verið nokkuð gasríkt er það rann, sem bendir frekar til nálægðar við gos- stöðvar. f jarðbikshraunlaginu sjást fjöl- margar óreglulegar sprungur, sem sumar hverjar hafa orðið til er hraun- ið kólnaði, en aðrar við frostveðrun löngu síðar. Kólnunarsprungurnar, sem eru örgrannar, eru yfirleitt ryð- litar á sprunguflötum, og stafar það af járnoxíð-samböndum (límonít) sem settust til ásamt dökkum jaspis og kar- bónötum (kalsít og síderít) er hraunið ummyndaðist. Þriðja gerðin af sprungum sést líka. Þær eru mun breiðari (nokkrir cm) og urðu til við brotahreyfingar í jarðskorpunni. Þessi gerð af sprungum er alltaf fyllt og má greina jaspis og kalsedón næst sprunguveggjum og kalsít í miðju. Þessar sprungur stefna norðaustur samsíða rekás hins forna gosbeltis. Halli sprunguflatanna til suðausturs bendir til þess að sprungufyllingarnar hafi myndast áður en jarðlögin snör- uðust til norðvesturs. Það setur 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.