Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 35
Anei-gosið framleiddi um 2,1 km3 samtals af nýju bergi, þar af 0,4 km3 af gjósku og 20,7 km2 hraun. í Anei- gosinu var töluverð virkni neðansjáv- ar út af norðausturströnd eyjunnar og fylgdi þeirri virkni allnokkur sjávar- skriðumyndum (tsunamis) sem olli töluverðum vandræðum í strandhér- uðunum í Kagoshimaflóanum. Einnig reis þar sjávarbotninn töluvert vegna innskotavirkni. Gosið 1914 er með þeim mestu sem orðið hafa í Sakura-jima. Þá urðu bæði gífurlegar sprengingar og meiri- háttar hraunflæði. Um 3 þúsund mil- jón tonn af hraunkviku, eða 1,5 km3 af hrauni og 0,5 km3 af gjósku, ullu út úr gígunum og flæddu niður hlíðar fjalls- ins. Heildarflatarmál hraunanna er 23,7 km2. Þetta gos hafði margvíslega fyrirboða: jarðskjálfta, breytingar á lindum og vatnsborði brunna, vaxandi hita í jörð og strandlínubreytingar. Gosið byrjaði að morgni þess 12. jan- úar með gufumekki sem síðan breytt- ist í svartan gjóskumökk með glóandi flyksum. Reis mökkurinn upp í 7-8 þúsund m hæð og í honum gekk á með þrumum og eldingum. Jarð- skjálfti upp á 6,1 á Richterkvarða olli gífurlegu tjóni í borginni Kagoshima vestan sundsins. Þar féllu 162 hús eða eyðilögðust og 109 manns fórust. Dag- inn eftir, hinn 13. janúar varð hámark gossins er mikil gjóskuhlaup æddu niður hlíðarnar. Þennan dag hófst einnig aðalhraunrennslið sem var frá tveim gígum, öðrum vestan í fjallinu en hinum að suðaustan. Eystri hrauntaumurinn rann út í sundið á milli Sakura-jima og lands þar sem það var mjóst, Seto-sundið, 360 m breitt og 72 m djúpt og fyllti það upp. Síðan hefur Sakura-jima verið Iand- fast við Osumi-skagann. Á eyjunni bjuggu um 21.000 manns þegar þetta gos hófst. Daginn fyrir gosið, hinn 11. janúar, byrjaði fólk að flýja frá Sakura-jima og strax er gosið hófst byrjuðu menn að streyma burt og hjálparlið kom frá Kagoshima á bát- um og skipum til þess að flytja fólkið. Manntjón varð því ekki mikið í þessu gosi, en vitað er að a.m.k. 23 menn drukknuðu á sundi burt frá eynni. Eignatjón varð hins vegar gífurlegt og byggð hefur ekki orðið nærri því jafn mikil aftur á Sakura-jima og var fyrir gosið. Árið 1939 varð smágjóskugos í fjall- inu. Töluvert hraunrennsli varð í gosi árið 1946, Showa-gosinu, annars var kyrrt þar til hinn 13. október árið 1955. Þá hófst gos sem staðið hefur síðan. Gosið byrjaði með kröftugri sprengingu. Hrauntjarnir og litlir gúl- ar mynduðust framan af í toppgígnum í Minami-dake en var jafnóðum eytt af sprengingum og nú orðið er ein- göngu um sprengivirkni að ræða. Sprengingarnar hafa yfirleitt verið af þeirri gerð sem kallast vulkanian og gjarnan nokkuð kröftugar en stundum hefur fjallið blásið úr sér stanslausum gjóskumekki í nokkra daga samfleytt. Sprengingunum fylgja drunur, jarð- skjálftar og bomburegn. Gosmökkur- inn stígur venjulega 2-3 km upp frá toppgígnum en fer sjaldan upp fyrir 4 km (5 km yfir sjávarmál). Sprenging- arnar framleiða bombur og grjót- blokkir og gjósku sem er allt frá grófri ösku niður í örfínt ryk. Einstöku kröftugustu sprengingarnar framleiða vikur og smá gjóskuflóð. Þetta gos eða gosskeið hefur aldrei haft í för með sér neinar kröftugar náttúruhamfarir en það hefur haft þeim mun meiri langvarandi áhrif á allt líf og starfsemi í nágrenni við fjall- ið. Margar sprengingar verða í fjallinu á hverju ári sem kasta gjósku upp í loftið. Hún berst yfir nágrennið og veldur þar usla. Sundið á milli Sak- 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.