Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 34
sunnan við Kaimon-dake er eldfjall sem þekur megnið af eynni. Það kall- ast ýmist Kikai-jima eða Iwo-dake og er 717 m hátt. Á árunum 1934-36 gaus í sjónum á nokkrum stöðum umhverf- is eyna og lokaþáttur þeirrar goshrinu var gos í Iwo-dake. Þá seig eyjan um 33 cm. Um 40 km suður af Iwo-jima er eyjan Kuchierabu-jima og á henni er um 650 m hátt eldfjall. Það er sam- sett eldkeila og hefur þrjá toppgíga, Huru-dake, Sin-dake og Sankakuten- jama. Á eyjunni Nakanoshima sem er 75 km sunnar er annað eldfjall, Shin- dake um 980 m. Þá má nefna 799 m hátt fjall á eyjunni Suwanose-jima, um 30 km sunnar. Gos eru þarna nokkuð tíð bæði á eyjunum og í sjó (Kuno 1962). Mörg neðansjávargosin ná ekki að mynda langlífar eyjar en byggja upp rif og grynningar. Á þau setjast kórallar og mynda hin lífríku og lit- skrúðugu kóralrif hitabeltishafanna. Norðurmörk kóralrifamyndunarinnar eru norðarlega í Ryukyu-eyjakeðj- unni, á slóðum Suwanose-jima (Mina- to 1977). SAKURA-JIMA Sakura-jima (eða Sakurashima) er mjög virkt eldfjall. Það situr á miðjum Kagoshima-flóanum norðanverðum. Berggrunnur svæðisins er að mestu leyti úr setbergi frá miðlífsöld, en fyrir 2,9 miljónum ára hófst þarna mikil eldvirkni sem framleiddi í fyrstu gífur- lega mikil ílikrubergslög. Samfara þessu varð mikil sprungumyndun og landsig og myndaðist sigdalur með norðlæga stefnu. Sigdalurinn fylltist síðan af ýmiskonar gjóskusetum í áframhaldandi eldvirkni. Á síðustu einni miljón ára hefur eldvirknin á þessu svæði framleitt um 1000 km3 af gosefnum. Myndun Kagoshimaflóans stjórnast af brotum þessa sigdals auk nokkurra askja sem þarna virðast vera á botninum. Innsta hluta flóans mynd- ar askjan Aira sem varð að öllum lík- indum til fyrir um 22 þúsund árum. Á suðurjaðri hennar hefur síðan byggst upp eldfjallið Sakura-jima. Elstu merki þess eru um 13 þúsund ára. Sakura-jima er eldkeila, rúmlega 1100 m há. Niðri við sjó er fjallið um 10 km í meðalþvermál, hefur 52 km ummál og þekur um 80 km2. Meðal- tals halli hlíðanna er nærri einn á móti tíu. Tveir toppgígar hafa mydast í fjallinu, Kita-dake (Norðurtindur) 1117 m og Minami-dake (Suðurtindur) 1040 m. Á milli þeirra er hrauntindur, Naka-dake (Miðtindur) 1060 m. Það er einkum syðri gígurinn, Minami- dake sem nú er virkur og svo gígar í hlíðum fjallsins. Sakura-jima er mjög frjósamt land þar sem ræktun verður við komið. Eyjan er því byggð og íbúarnir eru nú um 8500. Þetta fólk býr við mikla ógn af völdum virkninnar í fjallinu. Fyrsta gosið í Sakura-jima sem sög- ur eru til af varð árið 708, þ.e.a.s. skömmu fyrir landnám íslands. Þá var Sakura-jima eyja á flóanum. Annað gos varð þar 764 og var það annað- hvort gos í sjó rétt úti fyrir strönd eyj- unnar eða sprengigos á flatlendinu austan í fjallinu skammt frá ströndinni og myndaði það gos vikurgíginn Na- be-yama. Eftir þetta virðist virkni hafa legið niðri í Sakura-jima í um 700 ár, en mikil gos urðu síðan í fjallinu árin 1471-76 (Bummei-gosið), 1779-81 (Anei-gosið) og 1914-15 (Taisho-gos- ið). Þessi gos framleiddu öll bæði hraun og gjósku. Þau munu öll hafa byrjað sem plíníönsk sprengigos með gjósku- myndun en endað með hraunrennsli. Gjóskuflóð komu einnig fyrir í þeim öllum. Bummei-gosið framleiddi um 1,3 km3 samtals af nýju bergi, þar af 0,7 km3 af gjósku og 5,6 km2 hraun. 200 ■

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.