Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 34
sunnan við Kaimon-dake er eldfjall sem þekur megnið af eynni. Það kall- ast ýmist Kikai-jima eða Iwo-dake og er 717 m hátt. Á árunum 1934-36 gaus í sjónum á nokkrum stöðum umhverf- is eyna og lokaþáttur þeirrar goshrinu var gos í Iwo-dake. Þá seig eyjan um 33 cm. Um 40 km suður af Iwo-jima er eyjan Kuchierabu-jima og á henni er um 650 m hátt eldfjall. Það er sam- sett eldkeila og hefur þrjá toppgíga, Huru-dake, Sin-dake og Sankakuten- jama. Á eyjunni Nakanoshima sem er 75 km sunnar er annað eldfjall, Shin- dake um 980 m. Þá má nefna 799 m hátt fjall á eyjunni Suwanose-jima, um 30 km sunnar. Gos eru þarna nokkuð tíð bæði á eyjunum og í sjó (Kuno 1962). Mörg neðansjávargosin ná ekki að mynda langlífar eyjar en byggja upp rif og grynningar. Á þau setjast kórallar og mynda hin lífríku og lit- skrúðugu kóralrif hitabeltishafanna. Norðurmörk kóralrifamyndunarinnar eru norðarlega í Ryukyu-eyjakeðj- unni, á slóðum Suwanose-jima (Mina- to 1977). SAKURA-JIMA Sakura-jima (eða Sakurashima) er mjög virkt eldfjall. Það situr á miðjum Kagoshima-flóanum norðanverðum. Berggrunnur svæðisins er að mestu leyti úr setbergi frá miðlífsöld, en fyrir 2,9 miljónum ára hófst þarna mikil eldvirkni sem framleiddi í fyrstu gífur- lega mikil ílikrubergslög. Samfara þessu varð mikil sprungumyndun og landsig og myndaðist sigdalur með norðlæga stefnu. Sigdalurinn fylltist síðan af ýmiskonar gjóskusetum í áframhaldandi eldvirkni. Á síðustu einni miljón ára hefur eldvirknin á þessu svæði framleitt um 1000 km3 af gosefnum. Myndun Kagoshimaflóans stjórnast af brotum þessa sigdals auk nokkurra askja sem þarna virðast vera á botninum. Innsta hluta flóans mynd- ar askjan Aira sem varð að öllum lík- indum til fyrir um 22 þúsund árum. Á suðurjaðri hennar hefur síðan byggst upp eldfjallið Sakura-jima. Elstu merki þess eru um 13 þúsund ára. Sakura-jima er eldkeila, rúmlega 1100 m há. Niðri við sjó er fjallið um 10 km í meðalþvermál, hefur 52 km ummál og þekur um 80 km2. Meðal- tals halli hlíðanna er nærri einn á móti tíu. Tveir toppgígar hafa mydast í fjallinu, Kita-dake (Norðurtindur) 1117 m og Minami-dake (Suðurtindur) 1040 m. Á milli þeirra er hrauntindur, Naka-dake (Miðtindur) 1060 m. Það er einkum syðri gígurinn, Minami- dake sem nú er virkur og svo gígar í hlíðum fjallsins. Sakura-jima er mjög frjósamt land þar sem ræktun verður við komið. Eyjan er því byggð og íbúarnir eru nú um 8500. Þetta fólk býr við mikla ógn af völdum virkninnar í fjallinu. Fyrsta gosið í Sakura-jima sem sög- ur eru til af varð árið 708, þ.e.a.s. skömmu fyrir landnám íslands. Þá var Sakura-jima eyja á flóanum. Annað gos varð þar 764 og var það annað- hvort gos í sjó rétt úti fyrir strönd eyj- unnar eða sprengigos á flatlendinu austan í fjallinu skammt frá ströndinni og myndaði það gos vikurgíginn Na- be-yama. Eftir þetta virðist virkni hafa legið niðri í Sakura-jima í um 700 ár, en mikil gos urðu síðan í fjallinu árin 1471-76 (Bummei-gosið), 1779-81 (Anei-gosið) og 1914-15 (Taisho-gos- ið). Þessi gos framleiddu öll bæði hraun og gjósku. Þau munu öll hafa byrjað sem plíníönsk sprengigos með gjósku- myndun en endað með hraunrennsli. Gjóskuflóð komu einnig fyrir í þeim öllum. Bummei-gosið framleiddi um 1,3 km3 samtals af nýju bergi, þar af 0,7 km3 af gjósku og 5,6 km2 hraun. 200 ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.