Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 17
fram á að jarðbikið hefur flust inn í
jarðbikshraunlagið við staðbundna
hitaummyndun sem orðið hefur eftir
að megin jarðhitaummyndunin átti sér
stað. I jarðbikshraunlaginu gæti þessi
ummyndunarhiti verið á bilinu 120-
150°C, þótt heitara hafi verið um tíma
nær lagganginum. Það liggur beint við
að rekja þessa hitaaukningu til berg-
innskota. Til að kanna hvort laggang-
urinn einn sér gæti hafa valdið þessum
atburðum með hita sínum, var reikn-
aður hámarkskólnunartími gangsins,
miðað við að bergkvikan hafi verið
1150°C þegar hún skaust inn í surtar-
brandinn, en jarðlögin í kring 100°C
heit (sjá Töflu 4). Þessir reikningar
byggjast á því að kólnun gangsins hafi
aðeins orðið með varmaleiðni. Það
sést m.a. að sé reiknað með 0,5 m
þykkum gangi þá líða 3,1 ár þar til
hann hefur kólnað niður fyrir lægri
hitamörkin fyrir myndun jarðolíu, en
þau eru nálægt 115°C eins og áður
getur. Þetta virðist stuttur tími til að
framleiða olíuna, án þess að reynt
verði frekar að leggja mat á það hér.
Til að kanna frekar hvort jarðbikið
geti verið ættað úr surtarbrandinum
voru gerðar kolefnis-samsætugreining-
ar á einu jarðbikssýni og einu surtar-
brandssýni (sjá Töflu 5). Kolefnis-
samsætuhlutfallið er nær eins í sýnun-
um tveim, jarðbikið gæti þessvegna
vel verið ættað úr surtarbrandinum,
þótt ekki verði það sannað með þess-
ari aðferð. Þau gildi sem mældust
(Tafla 5) eru raunar dæmigerð fyrir
lífrænt efni frá síðtertíer og kvarter
(B. Buchardt, bréfl. uppl. 1986), og
er sú niðurstaða í samræmi við þær
efnagreiningar á jarðbikinu sem getið
var um að framan . Ennfremur hafa
verið gerðar athuganir á „þroskastigi"
surtarbrandsins, þ.e. hversu langt um-
myndun hins lífræna efnis er komin
(Erik Thomsen, Kaupmannahafnar-
Tafla 4. Hámarkskólnunartími fyrir
1150°C heitan laggang í 100°C heitu um-
hverfi að kólna niður í T°C. Notaðar eru
jöfnur Carslaw og Jaegers (1959). Maxim-
um time for a sill at 1150°C in an envir-
onment at 100°C to cool down to T°C,
calculated using the equations of Carslaw
& Jaeger (1959).
Hiti rpo Þykkt laggangs a) 0,5 m b) 1,0 m
200°C 0,8 mán. 3,4 mán.
150°C 3,4 mán. 1,1 ár
115°C 3,1 ár 12 ár
105°C 27 ár 110 ár
102°C 170 ár 690 ár
háskóla, bréfl. uppl. 1990). Athuguð
voru þrjú surtarbrandssýni (NI 10851,
NI 10909 og NI 10910) en þau voru
tekin rétt undir og ofan við lag-
ganginn. Gljái kolefna (vitrinite ref-
lectance) mældist frá 2,4-3,18%, sem
þýðir að lífrænu leifarnar liafa náð
háu „þroskastigi“. Hitaummyndunin
er svo mikil, að nær allt kolefni er
horfið úr þeim. Jarðolía gæti því vel
hafa myndast í surtarbrandinum,
einkum á hitabilinu 115—150°C. Því
liggur beint við að álykta að surtar-
brandurinn sé uppspretta jarðbiksins í
hraunlaginu fyrir ofan.
Eins og getið var um að framan er
hugsanlegt að hiti hafi við fergingu
getað orðið það hár í jarðlögum neðst
í Lambatungnatindi að olía hafi
myndast úr lífrænum setlögum. Sú
skýring virðist þó ólíkleg við nánari
athugun. Efnagreiningar benda til
þess að upphitun setlagsins, þaðan
sem olían er ættuð, hafi verið skamm-
vinn, en ummyndun vegna fergingar
hefur að líkindum staðið í hundruð
þúsunda eða jafnvel milljónir ára.
183