Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 4
holufyllingar innihalda sjáanlegt jarð- bik og þá helst í hörðnuðu formi. A Islandi hefur ekki farið fram nein olíuleit, enda hafa fæstir fram til þessa gert ráð fyrir að hér myndi nokkurn tíma finnast jarðolía. Til þess hefur landið verið talið of ungt, jarðskorpan af úthafsgerð og setlög þunn. Um landgrunn Islands og hafsbotninn í kring er svipað að segja, það hefur verið talin lítil von til að þar finndist olía í verulegu magni (Karl Gunnars- son 1980). Jarðgas hefur fundist á nokkrum stöðum á landinu. I Lagarfljóti og á aurum Jökulsár í Fljótsdal streymir allvíða upp metan. Rannsóknir benda til þess að þetta gas sé óþroskað líf- rænt gas (mýragas) sem myndast við gerlarotnun, og það er talið útilokað að það sé tengt myndun olíu (Halldór Ármannsson og Sigmundur Einarsson 1987). Það metangas sem streymir upp frá botni Urriðavatns á Héraði og á Suðurtanga á Isafirði er sennilega af sama uppruna. Öðru máli gegnir um það metan og önnur skyld gös sem greinst hafa í tveimur borholum við Skógalón í Öxarfirði (Lúðvík S. Georgsson, Guðmundur Ó. Friðleifs- son, Magnús Ólafsson, Ómar Sigurðs- son og Þórólfur H. Hafstað 1989). Þar er lághitasvæði og með jarðhitavatn- inu kemur upp talsvert jarðgas, þ.á m. lífrænt gas sem inniheldur metan, et- an, própan, bútan og fleiri slík sam- bönd. Bráðabirgðarannsókn bendir til að gasið í Öxarfirði sé olíugas. Þarna undir eru þykk setlög, sem mynduð eru í sjó að hluta til og virðast skilyrði fyrir olíumyndun vera þar fyrir hendi. ÁGRIP AF JARÐSÖGU SVÆÐISINS Umhverfi Lambatungnatinds var rannsakað fyrir rúmum 10 árum (Helgi Torfason 1979). Svæðið er í út- jaðri tertíerar megineldstöðvar sem kennd er við Kollumúla í Lónsöræf- um, og má telja að jarðlögin neðst í Lambatungnatindi séu nálægt 5 millj- ón ára gömul, miðað við aldursgrein- ingu á bergi skammt norðaustur af svæðinu. Reyndar er Lambatungna- tindur skammt frá útjaðri megineld- stöðvar sem er litlu sunnar og kennd er við Geitafell í Hornafirði (Guð- mundur Ó. Friðleifsson 1983a), en að- eins eru 20 km á milli eldstöðvanna sé miðað við miðjur þeirra. Einfaldað jarðfræðikort, sem unnið er upp úr jarðfræðikortum úr ofan- nefndum ritum, er sýnt á 1. mynd. Hluti af öskjurima Kollumúlaeld- stöðvarinnar sést í efra horninu hægra megin, en öskjurimi Geitafellseld- stöðvarinnar neðan til vinstra megin. Á myndinni má sjá, að móberg í eld- stöðvunum nær saman á milli þeirra, og það sama á nærri því einnig við um súru gosmyndanirnar. Eldstöðvarnar eru taldar vera hluti af fornu gosbelti sem hafði norðaustlæga stefnu. Hér að neðan verður stiklað á stóru um jarðfræði svæðisins milli Horna- fjarðar og Lónsöræfa, með tilvísun í 1. mynd. Fyrst má nefna að allt árset og laus jarðlög í dalbotnum hafa sest til á nútíma í kjölfar hopunar ísaldarjök- ulsins. Yngsta gosmyndunin á svæð- inu er frá kvartertíma. Henni var lýst af Walker og Blake (1966) sem dal- fyllu úr móbergsbrotabergi og er myndunin venjulega kennd við Dals- heiði. Næstyngsta gosmyndunin er líka frá kvarter. Hún er trúlega 2-3 milljón ára gömul, og er kölluð Múla- tindamyndun (Helgi Torfason 1979). Hún liggur mislægt ofan á ummynd- uðum hallandi jarðlögum úr Kollu- múlaeldstöðinni og skilur rofflötur á milli sem táknar nokkurra milljóna ára eyðu í jarðlagastaflann. Meginhluti bergs á svæðinu, allt frá 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.