Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 52
ÚTGÁFUSTARFSEMI Útgáfa Náttúrufræðingsins hefur dregist lítillega aftur úr en fljótlega mun koma út 4. hefti 58. árgangs. Stjórnin hefur ákveð- ið að taka upp litprentun á Náttúrufræð- ingnum frá og með 59. árgangi. Félagið gaf í sumar út bækling um Skaftafell og Öræfi, en hann er unninn upp úr bæklingnum sem gerður var fyrir löngu ferðina í Skaftafell sumarið 1987. Kverið er rúmlega 20 blaðsíður að stærð í litlu og handhægu broti. Pað kostaði 250 kr. og var dreift til verslana á Kirkjubæjar- klaustri og Fagurhólmsmýri og var einnig til sölu bæði hjá Náttúruverndarráði og Kaupfélaginu í Skaftafelli og í einni versl- un í Reykjavík. Salan var því miður dræm og telur stjórnin ekki vera grundvöll fyrir frekari útgáfu slíkra bæklinga. Sala á fugla- og flóruspjöldum félagsins gekk ágætlega. Seldust um 500 eintök á árinu sem er svipuð sala og í fyrra. ÁSKRIFENDAHERFERÐ Stjórn félagsins ákvað að gangast fyrir áskrifendaherferð sl. vor með því að dreifa 2. hefti 58. árgangs með gíróseðli. Stjórn félagsins og meðlimir ritnefndar skiptu með sér verkum og safnaði hver upplýsingum um einn markhóp. Til dæmis var öllum alþingismönnum sent bréf, einn- ig öllum skólabókasöfnum, öllum fulltrú- um í náttúruverndarnefndum sýslna og kaupstaða, öllum félögum í jarðfræðifélag- inu, F.Í.N. og líffræðifélaginu sem ekki voru félagar fyrir og mörgum fleirum. Alls voru sendir út um 950 gíróseðlar og skilaði þessi herferð inn um 150 nýjum félögum. Langmest virðist hafa skilað sér af höfuð- borgarsvæðinu. Félagar úti á landi eiga ekki sömu möguleika á að taka þátt í starfi félagsins, t.d. að hlýða á fyrirlestra eða fara í dagsferðir. Stjórnin vildi gjarnan efla fræðslustarf úti á landi en undirtektir hingað til hafa ekki verið góðar. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.