Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31
Páll Imsland Kagoshimaþingið og japönsk eldfjöll Síðari hluti. Kagoshima og Kagoshimaþingið INNSKOT Grein þessi er síðari hluti greinar og birtist fyrri hlutinn í síðasta hefti. Töluröð mynda er ein og óslitin í gegn um báða hlutana. Heimildalisti er sömuleiðis einn fyrir þá báða. KAGOSHIMAHÉRAÐ Kagoshima er syðsta hérað Japans. Mestur hluti þess er á suðurhluta eyj- unnar Kyushu en einnig nær það yfir Ryukyu-eyjarnar. Það er því alls um 600 km langt. Að flatarmáil er það 9.165 km2, lítið eitt minna en Vatna- jökull. Þar búa rúmlega 1,8 miljón manna, þar af um 530 þúsund í borg- inni Kagoshima. Að sunnan skerst rúmlega 60 km langur og þröngur flói, Kagoshima-wan, inn í Kyushueyjuna og tekur héraðið yfir landið allt um- hverfis hann auk smáeyjanna suður af. Þetta er eldfjallaland og eru flestar eyjarnar eldbrunnar. Borgin Kago- shima stendur við norðvestanverðan flóann og úti á flóanum beint fram af miðborginni rís eldfjallið Sakura-jima (Kirsuberjafjall). Kagoshima er að mestu leyti land- búnaðarhérað og er þar mikið ræktað af telaufi sem er notað í þjóðardrykk Japana, grænt te. Einnig er þar mikil grænmetis- og nokkur ávaxtarækt. Skóg og bambus rækta þeir einnig. Nautgripa- og svínarækt er með því mesta sem gerist í Japan. Fiskirækt stendur þar með miklum blóma og ekki síður þangrækt, en ýmsar teg- undir þangs eru algeng fæða í Japan. Iðnaður er vaxandi í Kagoshima, einkum á sviði ýmiskonar hátækni og þar eru tvær skotstöðvar fyrir geim- rannsóknir Japana. Héraðið á sér merkilega sögu, bæði varðandi innan- landsátök og ekki síður í sambandi við opnun Japans gagnvart umheiminum á síðust öld. Þeir kalla það ennþá Suðurhliðið. ELDFJÖLLIN í KAGOSHIMA OG RYUKYU-EYJUM Um eyjuna Kyushu liggur röð eld- fjalla, Kirishima-eldfjallabeltið (12. mynd). Á eyjunni eru sjö virk eldfjöll eða eldfjallaþyrpingar og röð smá- eyja, Ryukyu-eyjar, liggur til suðvest- urs sunnan við Kyushu. Þar er fjöldi eldfjalla. í Kagoshimahéraði eru margar virkar meiriháttar eldstöðvar. Sum eldfjöllin setja mikinn svip á landslagið og hafa mikil áhrif á líf íólksins í héraðinu. Það á ekki síst við um Sakura-jima sem gnæfir á flóanum frarn undan höfuðborg héraðsins. Frá Náttúrufræöingurinn 59 (4), bls. 197-213, 1990. 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.