Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 31
Páll Imsland
Kagoshimaþingið og
japönsk eldfjöll
Síðari hluti. Kagoshima og Kagoshimaþingið
INNSKOT
Grein þessi er síðari hluti greinar og
birtist fyrri hlutinn í síðasta hefti.
Töluröð mynda er ein og óslitin í gegn
um báða hlutana. Heimildalisti er
sömuleiðis einn fyrir þá báða.
KAGOSHIMAHÉRAÐ
Kagoshima er syðsta hérað Japans.
Mestur hluti þess er á suðurhluta eyj-
unnar Kyushu en einnig nær það yfir
Ryukyu-eyjarnar. Það er því alls um
600 km langt. Að flatarmáil er það
9.165 km2, lítið eitt minna en Vatna-
jökull. Þar búa rúmlega 1,8 miljón
manna, þar af um 530 þúsund í borg-
inni Kagoshima. Að sunnan skerst
rúmlega 60 km langur og þröngur flói,
Kagoshima-wan, inn í Kyushueyjuna
og tekur héraðið yfir landið allt um-
hverfis hann auk smáeyjanna suður
af. Þetta er eldfjallaland og eru flestar
eyjarnar eldbrunnar. Borgin Kago-
shima stendur við norðvestanverðan
flóann og úti á flóanum beint fram af
miðborginni rís eldfjallið Sakura-jima
(Kirsuberjafjall).
Kagoshima er að mestu leyti land-
búnaðarhérað og er þar mikið ræktað
af telaufi sem er notað í þjóðardrykk
Japana, grænt te. Einnig er þar mikil
grænmetis- og nokkur ávaxtarækt.
Skóg og bambus rækta þeir einnig.
Nautgripa- og svínarækt er með því
mesta sem gerist í Japan. Fiskirækt
stendur þar með miklum blóma og
ekki síður þangrækt, en ýmsar teg-
undir þangs eru algeng fæða í Japan.
Iðnaður er vaxandi í Kagoshima,
einkum á sviði ýmiskonar hátækni og
þar eru tvær skotstöðvar fyrir geim-
rannsóknir Japana. Héraðið á sér
merkilega sögu, bæði varðandi innan-
landsátök og ekki síður í sambandi við
opnun Japans gagnvart umheiminum
á síðust öld. Þeir kalla það ennþá
Suðurhliðið.
ELDFJÖLLIN í KAGOSHIMA
OG RYUKYU-EYJUM
Um eyjuna Kyushu liggur röð eld-
fjalla, Kirishima-eldfjallabeltið (12.
mynd). Á eyjunni eru sjö virk eldfjöll
eða eldfjallaþyrpingar og röð smá-
eyja, Ryukyu-eyjar, liggur til suðvest-
urs sunnan við Kyushu. Þar er fjöldi
eldfjalla. í Kagoshimahéraði eru
margar virkar meiriháttar eldstöðvar.
Sum eldfjöllin setja mikinn svip á
landslagið og hafa mikil áhrif á líf
íólksins í héraðinu. Það á ekki síst við
um Sakura-jima sem gnæfir á flóanum
frarn undan höfuðborg héraðsins. Frá
Náttúrufræöingurinn 59 (4), bls. 197-213, 1990.
197