Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 29
liluta af liðkúlu og er líklega úr út- limagrind. Beinagerðin bendir ein- dregið til þess að beinin séu úr litlu landdýri og þá helst einhverju klauf- dýri líklega af hjartarætt, en bæði sjávarspendýr og fuglar hafa frauð- kenndari og opnari bein. Vonir standa til að með hjálp Frakkans Leonard Ginsburg, sem er einn mesti sérfræð- ingur álfunnar í steingerðum spen- dýraleifum, verði unnt að greina bein- in eitthvað nánar, þó varla verði teg- undargreining gerleg. Frekari greining yrði að mestu byggð á beinagerðinni og er mjög tímafrek nákvæmnisvinna. Líklega kann sumum að þykja frek- ar rýrt í roði að segja frá beinum, sem varla er unnt að greina svo að vel sé. Á hitt er aftur að líta að leifar land- spendýra hafa aldrei fundist áður í ís- lenskum tertíerlögum. Raunar hafa bein ekki fundist áður í rauðum milli- lögum hér á landi og verður það því í sjálfu sér að teljast frásagnarvert, en bein og aðrar dýraleifar geymast held- ur illa á blágrýtissvæðunum, þar sem þau eru kalksnauð, og því má gera ráð fyrir að þau leysist fljótlega upp. Ef þessi greinarstúfur mætti verða til þess að vekja athygli einhverra á þess- um merkilegu setlögum gætum við staðið með greinanlegri beinaleifar úr þeim áður en við vitum af og þá jafn- vel farið að svara áleitnum spurning- um eins og þeim hvernig og hvaðan þessi dýr komu til landsins. Er annars nokkuð ólíklegt að landspendýr hafi lifað hér og leikið sér í lok tertíers áð- ur en ísöld gekk í garð? HEIMILDIR Akhmetiev, M.A., A.R. Geptner, Y.B. Gladenkov, E.E. Milanovskii & V.G. Trifonov 1978. Iceland and mid-ocean ridge. Stratigraphy. Lithology. Nauka Moscow. 204 bls. (Á rússnesku). Jux, U. 1960. Zur Geologie des Vopna- fjord-Gebietes in Nordost-Island. Geologie 9 (28), 1-58. Kristján Sæmundsson 1977. Jarðfræðikort af íslandi, blað 7, Norðausturland (1:250.000). Menningarsjóður, Reykja- vík. Kristján Sæmundsson 1980. Outline of the geology of Iceland. Jökull 29, 7-28. Leó Kristjánsson 1973. Rauðu millilögin. Týli 3, 57-60. McDougall, I., N.D. Watkins & Leó Kristjánsson 1976. Geochronology and paleomagnetism of a Miocene-Pliocene lava sequence at Bessastadaa, eastern Iceland. Am.J.Sci.276, 1078-1095. Pflug, H.D. 1959. Sporenbilder aus Island und ihre stratigraphische Deutung. Neues Jb. Geol. Palciontol. Abh. 107 (2), 141-172. Roaldset, E. 1983. Tertiary (Miocene- Pliocene) interbasalt sediments, NW- and W-Iceland. Jökull 33, 39-56. Þorleifur Einarsson 1968. Jarðfræði. Saga bergs og lands. Mál og Menning, Reykjavík. 335 bls. SUMMARY Upper Tertiary fossils from Vopnafjörður, northeast Iceland by Leifur A. Símonarson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3 IS-107 REYKJA VIK Iceland A few fragmentary bones have been found in interbasaltic, terrestrial sedi- ments in Bustarfell, Vopnafjörður, north- east Iceland. The sediments are probably of Pliocene age, 3.0-3.5 M.a. old. This is the first time that bones have been report- ed from Icelandic Tertiary sediments de- posited on land. Unfortunately the frag- ments are too poorly preserved for any ex- act identification, but judging frorn the size, form and bone structure they are most probably remains of some small Up- per Tertiary terrestrial mammal. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.