Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 50
menn í stjórn voru kjörin áfram þau Gyða Helgadóttir og Einar Egilsson. Magnús Arnason og Sveinn Ólafsson voru áfram kosnir endurskoðendur og Þór Jakobsson til vara. Sigurður H. Richter greindi frá störfum dýraverndarnefndar. Formaður gerði grein fyrir tillögum stjórnar um hækkun árgjalds og var ein- róma samþykkt að árgjald fyrir 1988 skyldi vera kr. 2000. Borin var upp og samþykkt eftirfarandi tillaga frá stjórn félagsins: „Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags haldinn laugardaginn 25. febrúar 1989 treystir því að menntamálaráðherra fylgi fast eftir áliti nefndar um byggingu náttúrufræðihúss. Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka ákvörðun um byggingu hússins fyrir ald- arafmæli félagsins 16. júlí 1989“. FRÆÐSLUFUNDIR A árinu voru haldnir sex fræðslufundir í stofu 101 í Odda og voru efni og fyrirlesar- ar eftirfarandi: Janúar: Helgi Torfason: Jarðfræði sigdalsins mikla í Kenya. Fundargestir voru um 90. Febrúar: Hrefna Sigurjónsdóttir: Æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni. Fundargestir voru um 150. Mars: Guðmundur Eggertsson: Uppruni og þróun gena. Fundargestir voru 105. Apríl: Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson: Jökulhörfun á miðhálendinu. Fundargestir voru 67. Október: Gísli Már Gíslason og Ingvi Þorsteins- son: Náttúrufar á Nýja-Sjálandi. Fundar- gestir voru 115. Nóvember: Jórunn Erla Eytjörð: Rannsóknir á erfðafræði mannsins. Fundargestir voru 51. Fundarsókn var jöfn og góð en alls mættu 579 á fyrirlestrana eða næstum 97 að jafnaði sem er besta fundarsókn í mörg ár og er vonandi að hún haldi áfram að aukast. Háskóla íslands eru þökkuð afnot af fyrirlestrarsal og Jóni Kristjánssyni hús- verði fyrir sérlega lipurð og hjálpsemi við undirbúning. FERÐIR OG NÁMSKEIÐ Á árinu voru alls 8 ferðir á vegum fé- lagsins, sex dagsferðir og tvær lengri ferð- ir. Ein fyrirhuguð dagsferð féll niður. Auk þess hélt félagið eitt námskeið. Þátttak- endur voru alls 234, sem er talsvert minna en undanfarin tvö ár og munar mest um að færri voru í löngu ferðinni. Fyrsta ferðin var ferð um Kollafjörð, 29. maí á rannsókna- og skólaskipinu Mími RE 3. Skipstjóri sýndi rannsókna- tæki skipsins og undir stjórn Agnars Ing- ólfssonar vistfræðings voru tekin sýni af botndýralífi og svifi sem síðan voru skoð- uð og greind. Báturinn rúmar 9 farþega en alls var farið í 3 ferðir. Þátttakendur voru því 27. Þann 12. júní var gönguferð til jarð- fræðiskoðunar frá Selatöngum yfir Ög- mundarhraun og til Krýsuvíkur. Leiðsögu- maður var Sigmundur Einarsson jarð- fræðingur og gengu með honum 30 manns í prýðilegu veðri. Síðastliðið sumar var í annað sinn boðið upp á náttúruskoðunarferð frá Akureyri á vegum félagsins. Leiðsögumenn og farar- stjórar voru Hörður Kristinsson grasa- fræðingur og Halldór Pétursson jarð- fræðingur. Ferðin var 3. júlí og var haldið í átt til Ólafsfjarðarmúla og skoðuð ýmis gróðurlendi og jökulmenjar. Þrátt fyrir ágætis veður var þátttaka dræm, aðeins 5 komu og allir, að einum undanskildum, ferðafólk frá Reykjavík. Langa ferðin var á Snæfellsnes dagana 8. - 10. júlí. Alls voru þátttakendur rúm- lega 80. Aðalleiðsögumenn voru Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, Sigurður Magn- ússon grasafræðingur, Árni Einarsson líf- fræðingur og Hreggviður Norðdahl jarð- fræðingur sem var jafnframt fararstjóri. Að morgni föstudags var ekið frá Reykjavík um Hvalfjörð í Borgarnes og þaðan yfir Mýrar og í Hnappadal. Þar var staðnæmst við Rauðhálsa. Frá þeim er feikigóð útsýn yfir Hnappadal og sér til eldstöðva eins og Eldborgar, Gullborgar og Ytri- og Syðri-Rauðamelskúlu. Þessu 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.