Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 29
liluta af liðkúlu og er líklega úr út- limagrind. Beinagerðin bendir ein- dregið til þess að beinin séu úr litlu landdýri og þá helst einhverju klauf- dýri líklega af hjartarætt, en bæði sjávarspendýr og fuglar hafa frauð- kenndari og opnari bein. Vonir standa til að með hjálp Frakkans Leonard Ginsburg, sem er einn mesti sérfræð- ingur álfunnar í steingerðum spen- dýraleifum, verði unnt að greina bein- in eitthvað nánar, þó varla verði teg- undargreining gerleg. Frekari greining yrði að mestu byggð á beinagerðinni og er mjög tímafrek nákvæmnisvinna. Líklega kann sumum að þykja frek- ar rýrt í roði að segja frá beinum, sem varla er unnt að greina svo að vel sé. Á hitt er aftur að líta að leifar land- spendýra hafa aldrei fundist áður í ís- lenskum tertíerlögum. Raunar hafa bein ekki fundist áður í rauðum milli- lögum hér á landi og verður það því í sjálfu sér að teljast frásagnarvert, en bein og aðrar dýraleifar geymast held- ur illa á blágrýtissvæðunum, þar sem þau eru kalksnauð, og því má gera ráð fyrir að þau leysist fljótlega upp. Ef þessi greinarstúfur mætti verða til þess að vekja athygli einhverra á þess- um merkilegu setlögum gætum við staðið með greinanlegri beinaleifar úr þeim áður en við vitum af og þá jafn- vel farið að svara áleitnum spurning- um eins og þeim hvernig og hvaðan þessi dýr komu til landsins. Er annars nokkuð ólíklegt að landspendýr hafi lifað hér og leikið sér í lok tertíers áð- ur en ísöld gekk í garð? HEIMILDIR Akhmetiev, M.A., A.R. Geptner, Y.B. Gladenkov, E.E. Milanovskii & V.G. Trifonov 1978. Iceland and mid-ocean ridge. Stratigraphy. Lithology. Nauka Moscow. 204 bls. (Á rússnesku). Jux, U. 1960. Zur Geologie des Vopna- fjord-Gebietes in Nordost-Island. Geologie 9 (28), 1-58. Kristján Sæmundsson 1977. Jarðfræðikort af íslandi, blað 7, Norðausturland (1:250.000). Menningarsjóður, Reykja- vík. Kristján Sæmundsson 1980. Outline of the geology of Iceland. Jökull 29, 7-28. Leó Kristjánsson 1973. Rauðu millilögin. Týli 3, 57-60. McDougall, I., N.D. Watkins & Leó Kristjánsson 1976. Geochronology and paleomagnetism of a Miocene-Pliocene lava sequence at Bessastadaa, eastern Iceland. Am.J.Sci.276, 1078-1095. Pflug, H.D. 1959. Sporenbilder aus Island und ihre stratigraphische Deutung. Neues Jb. Geol. Palciontol. Abh. 107 (2), 141-172. Roaldset, E. 1983. Tertiary (Miocene- Pliocene) interbasalt sediments, NW- and W-Iceland. Jökull 33, 39-56. Þorleifur Einarsson 1968. Jarðfræði. Saga bergs og lands. Mál og Menning, Reykjavík. 335 bls. SUMMARY Upper Tertiary fossils from Vopnafjörður, northeast Iceland by Leifur A. Símonarson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3 IS-107 REYKJA VIK Iceland A few fragmentary bones have been found in interbasaltic, terrestrial sedi- ments in Bustarfell, Vopnafjörður, north- east Iceland. The sediments are probably of Pliocene age, 3.0-3.5 M.a. old. This is the first time that bones have been report- ed from Icelandic Tertiary sediments de- posited on land. Unfortunately the frag- ments are too poorly preserved for any ex- act identification, but judging frorn the size, form and bone structure they are most probably remains of some small Up- per Tertiary terrestrial mammal. 195

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.