Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 35
Anei-gosið framleiddi um 2,1 km3 samtals af nýju bergi, þar af 0,4 km3 af gjósku og 20,7 km2 hraun. í Anei- gosinu var töluverð virkni neðansjáv- ar út af norðausturströnd eyjunnar og fylgdi þeirri virkni allnokkur sjávar- skriðumyndum (tsunamis) sem olli töluverðum vandræðum í strandhér- uðunum í Kagoshimaflóanum. Einnig reis þar sjávarbotninn töluvert vegna innskotavirkni. Gosið 1914 er með þeim mestu sem orðið hafa í Sakura-jima. Þá urðu bæði gífurlegar sprengingar og meiri- háttar hraunflæði. Um 3 þúsund mil- jón tonn af hraunkviku, eða 1,5 km3 af hrauni og 0,5 km3 af gjósku, ullu út úr gígunum og flæddu niður hlíðar fjalls- ins. Heildarflatarmál hraunanna er 23,7 km2. Þetta gos hafði margvíslega fyrirboða: jarðskjálfta, breytingar á lindum og vatnsborði brunna, vaxandi hita í jörð og strandlínubreytingar. Gosið byrjaði að morgni þess 12. jan- úar með gufumekki sem síðan breytt- ist í svartan gjóskumökk með glóandi flyksum. Reis mökkurinn upp í 7-8 þúsund m hæð og í honum gekk á með þrumum og eldingum. Jarð- skjálfti upp á 6,1 á Richterkvarða olli gífurlegu tjóni í borginni Kagoshima vestan sundsins. Þar féllu 162 hús eða eyðilögðust og 109 manns fórust. Dag- inn eftir, hinn 13. janúar varð hámark gossins er mikil gjóskuhlaup æddu niður hlíðarnar. Þennan dag hófst einnig aðalhraunrennslið sem var frá tveim gígum, öðrum vestan í fjallinu en hinum að suðaustan. Eystri hrauntaumurinn rann út í sundið á milli Sakura-jima og lands þar sem það var mjóst, Seto-sundið, 360 m breitt og 72 m djúpt og fyllti það upp. Síðan hefur Sakura-jima verið Iand- fast við Osumi-skagann. Á eyjunni bjuggu um 21.000 manns þegar þetta gos hófst. Daginn fyrir gosið, hinn 11. janúar, byrjaði fólk að flýja frá Sakura-jima og strax er gosið hófst byrjuðu menn að streyma burt og hjálparlið kom frá Kagoshima á bát- um og skipum til þess að flytja fólkið. Manntjón varð því ekki mikið í þessu gosi, en vitað er að a.m.k. 23 menn drukknuðu á sundi burt frá eynni. Eignatjón varð hins vegar gífurlegt og byggð hefur ekki orðið nærri því jafn mikil aftur á Sakura-jima og var fyrir gosið. Árið 1939 varð smágjóskugos í fjall- inu. Töluvert hraunrennsli varð í gosi árið 1946, Showa-gosinu, annars var kyrrt þar til hinn 13. október árið 1955. Þá hófst gos sem staðið hefur síðan. Gosið byrjaði með kröftugri sprengingu. Hrauntjarnir og litlir gúl- ar mynduðust framan af í toppgígnum í Minami-dake en var jafnóðum eytt af sprengingum og nú orðið er ein- göngu um sprengivirkni að ræða. Sprengingarnar hafa yfirleitt verið af þeirri gerð sem kallast vulkanian og gjarnan nokkuð kröftugar en stundum hefur fjallið blásið úr sér stanslausum gjóskumekki í nokkra daga samfleytt. Sprengingunum fylgja drunur, jarð- skjálftar og bomburegn. Gosmökkur- inn stígur venjulega 2-3 km upp frá toppgígnum en fer sjaldan upp fyrir 4 km (5 km yfir sjávarmál). Sprenging- arnar framleiða bombur og grjót- blokkir og gjósku sem er allt frá grófri ösku niður í örfínt ryk. Einstöku kröftugustu sprengingarnar framleiða vikur og smá gjóskuflóð. Þetta gos eða gosskeið hefur aldrei haft í för með sér neinar kröftugar náttúruhamfarir en það hefur haft þeim mun meiri langvarandi áhrif á allt líf og starfsemi í nágrenni við fjall- ið. Margar sprengingar verða í fjallinu á hverju ári sem kasta gjósku upp í loftið. Hún berst yfir nágrennið og veldur þar usla. Sundið á milli Sak- 201

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.