Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 44
mikil og margvísleg áhrif á daglegt líf okkar og því ætti bæði alþjóðleg og þverfagleg samvinna í rannsóknum á eldvirkni að hafa mikinn forgang í skipulagningu rannsókna. 2) Það þarf að auka eftirlit með eldvirkum svæðum, nýta rannsóknar- niðurstöður og framfarir á ýmsum sviðum þekkingarinnar til þess að stuðla að góðri heilsu og öryggi þess fólks sem býr á eldvirkum svæðum, til þess að minnka þá áhættu sem dag- legu lífi og athöfnum á slíkum stöðum fylgir og til þess að draga úr áhrifum stórslysanna. Aukinn aðgangur að upplýsingum og traustari þekking á eldgosum stuðlar að sífellt gagnlegri skilningi og vaxandi samvinnu milli þjóða heimsins um þessi mál. 3) Nú er víða unnið að þýðingar- miklum rannsóknum sem miða að frekari notum á auðlindum og orku eldvirkninnar. Mikilvæg lífsgæði munu fylgja almennt aukinni notkun á nýjustu tækni og vaxandi fjölda hag- nýtra þróunarverkefna sem unnið er að í samvinnu háskólastofnana, stjórnvalda og einkaaðila. 4) Víða er lögð vaxandi áhersla á ferðamennsku og aðra starfsemi sem hagnýtir náttúruleg auðæfi eldvirkra svæða. A eldvirkum svæðum rísa því byggðir og þar verður að taka mið af sérstökum aðstæðum svæðanna. Til þess að ýta undir framfarir á þessum svæðum þarf að auka gagnkvæm skipti á nýtanlegri reynslu og kynna niðurstöður rannsókna á milli eld- virkra svæða um allan heim. 5) Til þess að nálgast ofangreind markmið er brýnt að stofnað verði til einnar eða fleiri stórra alþjóðlegra upplýsinga-, rannsókna- og þjálfunar- stöðva. Þingið mælir sterklega með því að strax verði hafist handa á veg- legan hátt og ákvörðun tekin af þeim þjóðum og samtökum, sem hlut eiga að máli, um að koma slíkum stofnun- um á fót. Alþjóðlega eldfjallaþingið í Kago- shima, með þátttakendum frá 30 þjóð- um um allan heim, var fyrsta ráðstefn- an í heiminum sem sérstaklega beindi margþættri og opinskárri athygli að vandamálunum í sambúðinni við eld- fjöllin. Kagoshima-þingið var haldið rétt áður en „Alþjóða áratugurinn fyrir fækkun stórslysa af völdum nátt- úruafla“ (Internatiqnal Decade for Natural Disaster Reduction) hefst, en Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir honum, og miðar hann að því að draga úr áhrifum af völdum náttúru- hamfara á jörðinni. Við trúum því að þetta hafi sérstaka og táknræna merk- ingu. Við vonum í einlægni að þetta þing muni verða til þess að menn beini aukinni athygli að eldvirkninni og það muni á margvíslegan hátt stuðla að framförum og þróun á öllum eldvirk- um svæðum jarðarinnar. 23.júlí 1988 Alþjóðlega eldfjallaþingið í Kagoshima. LOKAORÐ Þess má að sjálfsögðu spyrja hvert gagn sé af svona þingum. Svör þeirra sem reynslu hafa af því að sækja þau eru yfirleitt á eina lund, að opinská umræðan, kynni af þeim ólíku sjónar- miðum sem eru bundin mismunandi stöðum, kynni af vísindamönnum á sama rannsóknasviði frá öðrum lönd- um og svo framvegis, sé ætíð gagnleg. Auðvitað eru þing af þessum toga ólík og því hafa menn af þeim misjafnt gagn. Þetta þing var að dómi við- staddra óvenjulega vel heppnað. Það er ómetanlegt gagn af því fyrir íslenska eldfjallarannsakendur að komast í kynni við eldfjöll í öðrum löndum. íslensku eldfjöllin eru ólík 210

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.