Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 12
aldrei náð að lokast inni í kristalgrind- unum. Engin tök eru því á að fá ná- kvæmt mat á hitastigi við myndun annars steindahópsins, það er ein- hvers staðar um eða ofan við 100°C, áætlað hitabil er 80-120°C. Jarðbikið myndaðist með þriðja og síðasta steindahópnum, sem auk biks- ins inniheldur þunnar kísilskánir með smáum bergkristal utan á sumum jarðbikskúlunum. Útfellingarnar á jarðbikskúlunum (forsíðumynd) sanna að jarðolían hefur upprunalega flust með jarðhitavatninu. Mordenít (zeó- lítsteind) skagar inn í hálftómar holur í hraunlögunum rétt ofan við jarðbiks- hraunlagið og gæti því verið myndað á svipuðum tíma og jarðbikið. Freist- andi er að álykta að jarðbikið sé myndað um leið og zeólítabeltin ofar í Lambatungnatindi, og löngu eftir að kalsít og bergkristallinn mynduðust. Áður en það varð snöruðust neðstu 600 m Lambatungnatinds u.þ.b. 5° til norðvesturs. síðan bættist rúmlega 1 km stafli af hraunlögum ofan á, og heildarfarg á jarðbikshrauninu hefur þá svarað til 1,5 km jarðskorpu. Þá urðu til zeólítabeltin sem Helgi Torfa- son (1979) kortlagði, kabasít-thoms- ónít-belti efst en mesólít-skólesít-belti neðar. Miðað við 1,5 km farg og hitastigul um 100°C/km þá gæti jarðbikið hafa myndast milli 115-150°C án þess að staðbundinn hitagjafa hefði þurft til að hleypa myndun jarðolíu af stað í lífrænum setlögum. Annar möguleiki er sá að innskotavirkni í tengslum við kvarteru Múlatindamyndunina, sem er í u.þ.b. 1 km fjarlægð, hafi komið jarðolíumynduninni af stað. Svo sem fram kemur síðar í greininni benda rannsóknir til þess að jarðolían hafi myndast úr surtarbrandinum beint neðan við hraunið, vegna innskota sem þar urðu. JARÐBIKIÐ OG SAMSETNING ÞESS Jarðbikið virðist koma fyrir á tvennan hátt í holufyllingunum, ann- aðhvort fyllir það upp rými innan um bergkristal í miðjum, eða neðanverð- um holum, eða það myndar kúlur sem sitja á bergkristal og eru aftur þaktar húð af fíngerðum bergkristal, sbr. for- síðumynd þessa heftis Náttúrufræð- ingsins. Það er eftirtektarvert að jarð- bikskúlurnar sitja alltaf á botni holu- fyllinganna. Það bendir til þess að jarðolían hafi verið eðlisþyngri en jarðhitavatnið sem flutti olíuna úr surtarbrandinum. Olía blandast ekki við vatn og þegar jarðolíubólurnar hafa borist inn í bergholurnar hafa þær sokkið til botns. Há eðlisþyngd einkennir m.a. jarðolíu sem myndast á tiltölulega litlu dýpi í setlögum frá tertíertíma (Tissot og Welte 1984). Stærsta jarðbiksfyllingin sem við fund- um hefur verið um 4 cm í þvermál og nálægt 6-7 cnT áður en hún lak niður (5. mynd). Minnstu jarðbikskúlurnar eru aðeins um 0,2 mm í þvermál, sbr. 6. mynd. Alls söfnuðust nálægt 14-16 cm3 af jarðbiki. Seigja jarðbiksins var mjög mismunandi þegar það fannst. í flestum þeim holum sem voru alveg lokaðar, var seigjan lítil og bikið lak að mestu niður á nokkrum klukkutím- um við herbergishita. I öðrum tilvik- um, t.d. þar sem sprungur höfðu myndast í holufyllinguna þar sem hún sat í klettaveggnum, var jarðbikið eins og venjulegt malbik viðkomu. Við höfum valið að nota orðið jarð- bik um þetta svarta leðjukennda efni í Lambatungnatindi, þótt sumar fylling- arnar hafi nánast verið sem mjög þykk olía þegar þær fundust. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (Árni Böðvarsson 1985) er jarðbik „bik- kennd þykk leðja af lífrænum upp- runa, mynduð djúpt í jörðu“. I flest- 178

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.