Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 11
Tafla 2. Myndunarröð helstu ummyndunarsteinda í jarðbikshraunlaginu. The paragene- tic sequence of the main secondary minerals in the asphalt-bearing lava. I. Holur < 1 cm í þvermál; jarðhitaummyndun, hugsanlega við 40-80°C. Steindir: síderít-zeólít-smektít-kalsít. II. Holur > 1 cm í þvermál; jarðhitaummyndun milli háhitasvæða, hugsan- lega við 80-120°C. Steindir: agat-bergkristall-kalsít-agat-bergkristall. III. Holur > 1 cm þvermál; hitaummyndun á surtarbrandi vegna berginn- skota, líklega við 115-150°C. Steindir: jarðbik-bergkristall. dymít. Allar grennstu sprungur bergs- ins eru einnig fylltar einhverjum af fyrrnefndum steindum. Þessum um- myndunarsteindum má skipta í þrjá hópa. í fyrsta hópnum eru steindir í holum sem eru minni en u.þ.b. 1 cm í þvermál: síderít, zeólít, smektít og kalsít (sjá Töflu 2), en auk þess koma þar fyrir límónít, ópall og seladónít. Sömu steindir finnast á veggjum stærri hola. í öðrum hópum eru steindir í holum sem eru stærri en u.þ.b. 1 cm í þvermál, og utan á fyrrnefndum steindum: agat, bergkristall og kalsít. Auk þess kemur þar fyrir jaspís, brennisteinskís og e.t.v. trídymít. Jarðbikið er svo í þriðja hópnum, en það er oft klætt kísilhúð, aðallega bergkristal. Auðsætt er að þessir þrír steindahópar eru myndaðir við mis- munandi aðstæður. Fyrsti steindahópurinn er afleiðing einskonar fargummyndunar eða fyrstu lághitaummyndunar. Svipaður steinda- hópur myndaðist í Geitafellseldstöð- inni meðan hún var að hlaðast upp. Hann var talinn hafa myndast við út- skolun bergsins, fyrst í köldu grunn- vatni og síðan volgu og heitu (< 100°C) jarðhitavatni (Guðmundur Ó. Friðleifsson 1983a og b). Katjónirnar (Fe2+, Mg2+, Ca2+, Si4+) eru komnar úr berginu sjálfu, en vatn og koldíoxíð úr jarðhitavatninu. Þessi lághitaum- myndun hefur að líkindum orðið við 40-80°C. Annar steindahópurinn er að öllum líkindum bein afleiðing af háhita- virkni. Öll frumefnin voru aðkomin í einskonar affallsvatni úr háhitasvæð- um megineldstöðvanna. Kalsít- og kísilútfellingar eru ákaflega algengar í sprungubeltum sem teygjast út úr há- hitasvæðum. Nægir í því sambandi að vísa til silfurbergs- og jaspisnáma í Hoffellsfjalli í um 5 km fjarlægð (Guðmundur Ó. Friðleifsson 1983a). Helgi Torfason (1979) kortlagði út- breiðslu kalsíts umhverfis Kollumúla- eldstöðina, og komst að því að kalsít finnst eingöngu upp í 500-600 m hæð í Lambatungnatindi. Það ásamt halla- mislægi í jarðlagastaflanum í svipaðri hæð bendir til að yfirborð jarðar hafi varla verið mikið ofar þegar kalsít og bergkristall mynduðust í holufylling- unum neðst í Lambatungnatindi. ítarleg leit var gerð að svokölluðum vökvabólum í bergkristalnum og kals- ítinu. Þær má nota til að mæla þann hita sem kristallarnir mynduðust við. Engar nothæfar vökvabólur fundust og bendir það til að kristöllun hafi verið það hæg að jarðhitavökvinn hafi 177

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.