Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 18
Tafla 5. Greiningar á kolefnissamsætum í jarðbiki og surtarbrandslaginu við lagganginn. The carbon isotopic composition of asphalt and the underlying lignite. Analyses by Björn Buchardt, the University of Copenhagen. Jarðbik NI 10846 Surtarbrandur NI 10851 ð13C = -27,67%0 ðl3C = -27,07%o Höfundar hallast að hinni skýring- unni, að innskotið hafi valdið stað- bundinni upphitun í setlaginu sem síð- ar leiddi til myndunar jarðolíunar. Hraunlagið ofan við surtarbrandinn er óvenju þétt, það hefur að mestu hindrað dreifingu jarðolíunnar í efri jarðlög, nema þar sem fíngerðar sprungur lágu inn í holufyllingar. Hálftómar holufyllingarnar hafa því verið nokkurs konar olíugildrur. Allmörg dænti eru þess, að jarðolía flytjist með jarðhitavatni sem leikur um setlög er innihalda lífrænar leifar. I Wyomingfylki í Bandaríkjunum, m.a. í Yellowstone-þjóðgarðinum, kemur upp vottur af jarðolíu á nokkr- um jarðhitasvæðum (Love og Good 1970). Á botni Kaliforníuflóa hefur fundist vottur af olíu á virku jarðhita- svæði, þar sem talið er að jarðhiti hafi valdið olíumyndun í setlögum en síð- an hafi jarðhitavatnið flutt olíuna upp (Simoneit og Lonsdale 1982). Sam- bærilegur fundur hefur verið gerður á Gordahryggnum, sem er rekhryggur á botni Kyrrahafsins. Þar finnst jarðbik innan um súlfíðsteindir í setlagi, en jarðhitavirkni veldur myndun jarðolí- unnar (Kvenvolden o.fl. 1986). Ýmis önnur dæmi mætti nefna þar sem inn- skotavirkni kann að hafa hleypt af stað olíumyndun. Fundurinn í Lambatungnatindi er þó að einu leyti einstakur að því best er vitað. Það er í fyrsta skipti sem menn sjá jarðolíu (jarðbik) sem „um- myndunarsteind“, sem hefur sitt ákveðna sæti meðal steinda í holufyll- ingum. NIÐURSTÖÐUR Ýmsar greiningar sem gerðar hafa verið á jarðbikssýnum frá Lamba- tungnatindi sýna, svo ekki verður um villst, að hér er um jarðolíu að ræða. Þessi jarðolía er upprunnin úr leifum gróðurs sem óx á landi. Gróðurleif- arnar hafa sest til í setlögum sem lentu á milli hraunlaga. Vísbending er um að þessar gróðurleifar hafi orðið fyrir skammvinnri upphitun á tiltölu- lega litlu dýpi í jarðskorpunni og olían þá myndast. Jarðolían fluttist með jarðhitavatni inn í hraunlag og settist að í holum. Jarðsaga Lambatungnasvæðisins, hvað varðar jarðbikið, er í höfuðdrátt- um þessi: í hlíðum Kollumúlaeld- stöðvarinnar mynduðust liraun fyrir um 5 milljónum ára. Löng hlé voru stundum á eldvirkninni og myndaðist þá gróður sem seinna kaffærðist af yngri hraunum. Jarðlagastaflinn náði a.m.k. 0,5 km þykkt og lághitaum- myndun byrjaði á núverandi Lamba- tungnasvæði við 40-80°C. í basalt- hraununum féllu út ummyndunar- steindir eins og límonít, síderít, smektít, zeólít, kalsít og ópall. Gróð- urleifarnar urðu að surtarbrandi. Jarðhitavirkni óx út frá megineld- stöðvunum og við 80-120°C féllu út steindir eins og agat, jaspís, bergkrist- 184

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.