Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 3
Helgi Björnsson
Hofsjökull: landslag, ísforði
og vatnasvæði
INNGANGUR
Allan næstliðinn áratug hafa Raun-
vísindastofnun Háskólans og Lands-
virkjun unnið saman að gerð korta af
jöklum landsins í þeim tilgangi að
meta ísforða þeirra, greina aðrennslis-
svæði íss og vatns að fallvötnum,
kanna áður óþekkt land undir jöklun-
um og leggja grundvöll að frekari
jöklarannsóknum (Helgi Björnsson,
1988). Kortagerð af jöklunum nýtist
virkjunaraðilum, vegagerð og al-
mannavörnum og er um leið mikil-
vægur þáttur í rannsókn á náttúru
landsins. Jöklarnir hylja óþekkt land-
svæði, dali, fjallshryggi, virk eldfjöll,
jarðhitasvæði og jökullón. Þeir veita
stöðugt vatni í grunnvatnsstrauma og
vatnsmestu ár landsins. Jökulvatn, sem
safnað er í miðlunarlón, er verulegur
hluti virkjanlegs fallvatns á íslandi.
í þessari grein er sagt frá niður-
stöðum mælinga á Hofsjökli, sem
unnar voru árið 1983. Mælingarnar
voru liður í vatnafræðirannsóknum
við jöklulárnar, sem eiga upptök í
Hofsjökli, en þær eru Þjórsá að austan
og sunnan, Jökulfall sem fellur í
Hvítá, Blanda að vestan og Jökulsár
tvær að norðan, sem falla í Skaga-
fjörð. Gerð voru kort af yfirborði,
botni og ísþykkt, aðrennslissvæði íss
og vatns að fallvötnunum voru af-
mörkuð, svo og einstakir skriðjöklar.
GERÐJÖKLAKORTA
Hofsjökull er 923 km2 að flatarmáli,
tæplega 1% af íslandi og þriðji stærsti
jökull landsins, næstur á eftir Vatna-
jökli og Langjökli. Fram á áttunda
áratuginn var Hofsjökull fáfarnastur
stóru jöklanna og minnst kannaður.
Leiðir lágu fram hjá honum, yfir
Sprengisand að austan og Kjalveg að
vestan. Nú er hins vegar land undir
honum betur kannað en á nokkrum
öðrum jökli hér á landi og niðurstöður
birtar á kortum.
Mœlitœkni
Kort af yfirborði og botni jökla eru
unnin úr gögnum um landhæð og ís-
þykkt. Hæð á yfirborði var fundin
með nákvæmum mælingum á loft-
þyngd og staðsetning mælitækjanna
skráð með loran-leiðsögutækni. Þykkt
jökulsins var fundin með því að mæla
tímann, sem það tekur rafsegulbylgju
að berast með þekktum hraða niður á
botn og til baka upp á yfirborð. Mæli-
tækin eru dregin af snjóbíl eftir jöklin-
um og jökulþykktin skráð samfellt á
ljósmyndafilmu. Með því að aka fjöl-
margar mælilínur á jöklinum er síðan
unnt að teikna kort af yfirborði og
botni jöklanna. Fyrst eru bil milli
mælilínanna brúuð með því að reikna
þar fleti, sem best falla að gildum á
mælilínunum. Þannig fæst fram staf-
Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 113-126, 1991.
113