Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 7
100% 50 0 50 100% 3. mynd. Hæðardreifing flatarmáls yfirborðs, botns og rúmmáls Hofsjökuls. Area and volunie at different elevations, Hofsjökull. 194km2), stærsti einstaki skriðjökull í Hofsjökli. Hann er aðeins 150-200 m þykkur við meginísaskilin, en þykknar í 300 m eftir að hafa fallið bratt fram af hábungunni. Hann heldur 300 m þykkt fyrstu 10 km, en er alls 19 km langur frá ísaskilum niður á sporð í 650 m hæð. Múlajökull (nr. 5) er um 20 km langur og yfirborð hans spannar frá 600 m upp í 1800 m hæð. Hann er 250- 300 m þykkur við meginísaskilin, sem eru innan öskjunnar, en þegar hann flæðir yfir barma hennar er hann að- eins 100 m þykkur. Neðan við bratta hlíðina þykknar hann í 300 m og breiðir jafnframt örlítið úr sér. En síð- an þrengist 7 km breiður jökullinn snögglega og þrýstist, 2 km breiður og 550 m þykkur, gegnum skarð vestan við Arnarfell. Þar er væntanlega hrað- skreiðasti hluti Hofsjökuls og rofhraði mestur. Þar gæti jökullinn skriðið fram um 0,5 m á sólarhring. Sunnan við skarðið breiðir Múlajökull loks úr sér í djúpri botnskál. Vestan við Múlajökul er Nauthagajökull. Blautukvíslarjökull (nr. 7) fellur frá meginísaskilum í 1750 m hæð, breiðir úr sér fyrstu 6 km og er um 250 m þykkur. Neðar skríður hann 350 m þykkur suður þröngan V-laga dal, sem gæti verið grafinn af miklu jökul- hlaupi frá öskjunni. Sporður hans hef- ur grafið sig um 100 m niður fyrir landhæð framan við jökulinn. Suðurhluti Blágnípujökuls (nr. 10) fellur frá fjallshrygg, sem stefnir suður frá öskjunni. Mesta þykkt hans er um 117

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.