Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 28
2. mynd. Fjögurra ára gamall karlfálki (17641). Þessi fugl er óvenjuljós af íslenskum fálka að vera. A four year old Gyrfalcon male. This is a very light hird compared with other Icelandic Gyrfalcons. Ljósm. photo OKN 1987. iew (1960) heldur því fram, án þess þó að gefa neitt ákveðið dæmi, að fálkar verði kynþroska eins árs. í haldi hafa fálkar, bæði karlfuglar og kvenfuglar, byrjað að verpa fjögurra ára (Platt 1977). Mikill litarmunur er á fullorðn- um fálkum, sumir eru dökkir aðrir ljósir (5. mynd). Karlfuglarnir tveir voru 14 og 25 km frá sínum æskuóðulum og kvenfugl- arnir 53 og 84 km. Það á almennt við um ránfugla að kvenfuglar verða fyrr kynþroska og dreifast víðar en karl- fuglar (Newton 1979). Átthagatryggð varpfugla Fimm kvenfuglar, sem hafa náðst oftar en einu sinni, hafa allir verið á sama óðali, þó svo sumir hafi notað mismunandi hreiðurstæði. Fjórir kvenfuglar urpu öll árin, sem vitað var um þá á óðulum, en einn var geld- ur í tvö ár (Tafla 1). Fjarlægð á milli hreiðra á sama óð- ali getur verið allmikil, þannig flutti kvenfugl (113489) 3,7 km 1987-88 og annar kvenfugl (110164) flakkaði á milli nokkurra hreiðurstæða og 5,9 km voru á milli þeirra sem fjærst voru (6. mynd). Aftur á móti var einn kvenfugl (110118) alltaf í sama hreiðri. Vitað var um tvo fullorðna kven- fugla sem hurfu. Annar fuglinn, merktur 1983 (112528), fannst löngu dauður í júlí 1985, 2 km frá hreiðrinu. Hinn fuglinn (112525) var tveggja ára 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.