Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 35
Jón Jónsson Gígir í Hvaleyrarhrauni INNGANGUR Líklegt verður að teljast að hraun og eldstöðvar frá nútíma á Reykjanes- skaga séu tiltölulega vel þekkt a.m.k. hvað varðar fjölda og útbreiðslu. Þó er ljóst að talsvert getur enn vantað á að þar séu öll kurl komin til grafar. Vafalaust hafa eldri hraun og eld- stöðvar horfið undir yngri gosmynd- anir, ýmist algerlega eða að svo miklu leyti að það, sem enn kann að sjást, vekur að jafnaði ekki athygli. ELDVARPIÐ Margir eru þeir náttúruunnendur og útivistaráhugamenn í Hafnarfirði sem gengið hafa sér til skemmtunar og heilsubótar um hraunin suður og vestur af Hvaleyrarholti. Sjálfsagt hef- ur þá einhver gengið yfir dálítinn hraunhrygg (1. mynd) með stefnu sem næst austur-vestur, kippkorn suðaust- ur af álverinu, en sunnan að þeim hrygg liggur nú nýlagður vegur, sá fyrsti t.h. þegar ekið er í átt til Krísu- víkur. Það var sumarið 1989 að Dagur Jónsson veitti þessum hrygg athygli þegar hann var við athuganir á þessu svæði. í ljós kom að hann stendur upp úr hraununum í kring og að yngri hraun hafa runnið upp að honum sunnan frá, að hluta til yfir hann vest- anverðan og meðfram honum að norðan. Hryggur þessi er að mestu úr hraunkleprum, hraunslettum, grófu gjalli og rauðamöl. Farið var með gröfu á staðinn og nokkrar holur teknar til frekari athugunar á efninu. Ekki virðist vera vafi á því að þarna er um fornan gíg að ræða. í gryfjunum kom í ljós að gjalli og gosmöl er hrært saman við örfínt efni, sem oftast er rauðbrennt og þá hart, en innanum eru í því hvítir molar. Séu þeir látnir í vatn sjúga þeir það í sig og falla sund- ur. Sé það svo þurrkað verður úr því hvítt duft, auðsjáanlega það, sem löngum var kallað barnamold hér á landi, en sem nú er þekktara undir nafninu kísilgúr. Smásjárrannsóknir sýndu að svo er, og að „díatóma“flór- an samanstendur að mestu af slíkum tegundum, sem lifa í fersku vatni, en yfirvegandi meirihlutinn er slíkar teg- undir, sem líka geta lifað í lítið eitt söltu vatni og eru því ekki nothæfar til að greina að ferskvatna- og sjávar- myndanir. Athyglisvert er að slíkar tegundir, sem grúir af á mýrum, í lækjum og tjörnum um allt land koma þarna ekki fyrir. Hins vegar er þarna urmull af tegundum, sem lifa einkum í vötnum nálægt sjó eða þar sem áhrifa frá sjávarseltu gætir. Þarna er því flóra, sem mjög svipar til þess, sem Guðmundur Kjartansson (1952) grein- ir frá og sem fannst í Rauðhól. Þó virðist í þessu gæta nokkuð meiri áhrifa frá sjó, því nokkrir þörungar koma þarna fyrir, sem taldir eru með- al sjávartegunda. Má þó vel vera að Náttúrufræöingurinn 60 (3), bls. 145-146, 1991. 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.