Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 36
I. mynd. Klepra- og hraunhryggurinn sem um er rætt í greininni. Ljósm. photo Jón Jóns- son. sjódrif nægi til að skýra það. Spurning er svo hvort hér sé um að ræða gosgíg eða gervigíg. Ekki verður annað séð en að hraunbrík lítil liggi út frá aust- urenda gígsins og ætti það að sanna að um gosgíg er að ræða. Ekki hefur enn verið hægt að bera saman það hraun og hraunið úr Rauðhól, en af því sem hér hefur verið sagt, verður haft fyrir satt að þarna hafi gosið, líklega í grunnu sjávarlóni eða í tjörn nálægt sjó þar sem lög af kísilgúr hefðu náð að myndast. Víst er hinsvegar að bergið í þessum gíg er gerólíkt hrauninu úr gígunum í Selhrauni suður af Straums- vík, en á jarðfræðikorti (1:250000) eru þeir ranglega merktir sem gervigígir. Ljóst er að þessir gígir eru gamlir, en um aldur þeirra verður ekkert að öðru leyti sagt. HEIMILDIR Guðmundur Kjartansson 1952. Meira um Rauðhól. Náttúrufrœðingurinn 19. 9-19. 146

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.