Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 51
Jón Jónsson Dvergasteinar INNGANGUR Kveikjan að þessu greinarkorni er samtal við nágranna minn Einar Vil- hjálmsson og síðar grein eftir hann, sem birt var á sínum tíma í Þjóðviljan- um ásamt mynd, sem hér birtist með leyfi Einars. Sjaldgæft mun það að bær taki nafn af einum steini, en svo virðist þó vera um kirkjustaðinn forna, Dvergastein í Seyðisfirði. ÞJÓÐSÖGNIN Sögn hermir að kirkja hafi forðum verið sunnan fjarðar nálægt Sörlastöð- um, en verið flutt þaðan norður yfir að Dvergasteini, þar sem hún var svo öldum saman. Skammt þar frá er steinninn, sem myndin er af (1. mynd) og heitir þessu nafni. Sögnin hermir ennfremur, að í honum búi dvergar, en þeir voru taldir afburða smiðir og því eru slíkir menn sagðir dverghagir. Dvergar þessir voru, svo hermir sag- an, góðir og vel kristnir, vildu ekki una kirkjuleysinu né heldur nábýli við þá af sínum kynstofni, sem héldu fast við sína fornu trú, og því var það að til þeirra sást er þeir komu siglandi sínum steini norður yfir fjörð, lenda honum og setja upp ekki fjarri kirkj- unni, þar sem hann stendur enn í dag. (Eftir grein Einars Vilhjálmssonar og Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (1982)). D VERG ASTEIN AR Steina með fleti sem veðrast hafa á þennan hátt er víða að finna og fyrir- bærið vel þekkt (sjá Glossary of Geo- logy 1980). Slíkar myndanir koma fyr- ir víðs vegar allt frá ströndum íslands og háfjöllum til saltvatna Afríku. Sjálfur veitti ég þessu athygli á grá- grýtishellum á fjörukambi í Blikalóns- ey á Sléttu, líklega 1956, en síðar víða. A sunnanverðum Reykjanesskaga, frá Staðarmölum að Háleyjarbungu, grúir af þessu bæði í föstu bergi og á lausum steinum. Myndun þessa mun ég fram- vegis nefna dvergasteina, hvort sem aðrir kunna að fylgja eftir í því eða ekki. Sérheiti á þessu er hvort sem er mér ekki kunnugt. Þessi veðrun verður þar sem salt vatn smýgur inn í fínar holur í frauð- kenndu bergi svo sem t.d. grágrýti. Þar kristallast saltið út og sprengir um leið út frá sér. Þéttari lög í berginu, oftast mjög óregluleg, taka ekki til sín vatn og standa því eftir sem hryggir. Sama hlutverki sem saltið gegnir vatn- ið þar sem það nær að frjósa. Af þessu er eðlilegt að dvergasteinar séu meira áberandi við sjávarsíðuna, þar sem seltan er ávallt fyrir hendi árið um kring, en frostverkan að jafnaði ekki nema nokkurn hluta árs. Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 161-162, 1991. 161

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.