Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 55
sjánni hve langt er niður á jökul-
botninn. Þar með fæst einnig kort af
undirlaginu þegar jökulþykktin er
dregin frá yfirborðskortinu. í þriðja
lagi er reiknað út hvert jöklarnir hníga
og hvernig vatn rennur undir þeim,
annars vegar að ám við jökuljaðar og
hins vegar inn að dældum og lónum í
jöklinum, sem myndast við jarðhita-
svæði. Dæmi eru tekin um hvernig
kortin nýtast við mat á ákomu og leys-
ingu á Tungnaárjökli og einnig metið,
hvort hann hreyfist nægilega hratt til
að bera fram það sem safnast á hann
ofanverðan. í fjórða lagi eru settar
fram kenningar um jökulhlaup og
tengsl jarðhita og eldgosa við bráðnun
jöklanna.
Með bókinni fylgir 21 kort í sér-
stakri möppu. Þar er að finna drjúgan
hluta af jreim mælingum, sem um er
fjallað og þær settar fram með marg-
víslegum hætti. Hér er um að ræða
kort af stórum hluta af vestanverðum
Vatnajökli auk Eyjabakkajökuls og
Hofsjökuls. Þar eru yfirlitskort með
mælilínum, þá kort í litum af yfir-
borði, botni og þykkt jöklanna. Kort,
svört á hvítu, eru af ísaskilum og
straumlínum, vatnaskilum undir jökli
(kortið af vestanverðum Vatnajökli í
litum) og svokölluðum mættislínum,
sem sýna hvernig vatn rennur undir
jöklinum samkvæmt niðurstöðum
mælinganna. Út frá þeim eru dregin
vatnaskil undir jöklinum. Þar kemur
og berlega í ljós, að vatnaskil undir
jökli standast alls ekki alltaf á við ísa-
skil á jökli.
Landakort eru núorðið venjulega
teiknuð eftir loftljósmyndum í þrí-
vídd. Ljósmyndir eru þeim eiginleik-
um gæddar, að þar sjást stórir fletir í
sjónhendingu, og hægt er að hyggja
nánar að hverjum stað á myndinni að
vild. Þannig má nota myndirnar til að
tengja þá staði, sem liggja jafn hátt yf-
ir sjó, með línu að því tilskyldu að
nokkrir auðþekkjanlegir staðir á
myndinni séu nákvæmlega mældir.
Þannig fást hæðarlínur á korti. Það
kann að virðast vandalítið að kort-
leggja jökla með þessum hætti, en sá
hængur er á, að hveljöklar eru að
stórum hluta alhvítir og illmögulegt að
greina þar einn stað frá öðrum á
mynd. Þess vegna eru íslenskir hvel-
jöklar á landakortum ekki með réttum
hæðarlínum, heldur eru þær einungis
misjafnlega góðar ágiskanir eftir því
hvérnig jökullinn sýnist vera. Allar
mælingar á þessum jöklum út frá hæð-
arlínum á hefðbundnum landakortum
eru því marklitlar.
Kort þau, sem fylgja bókinni, eru
fyrstu og einu eiginlegu landslagskort-
in, sem fram hafa komið af Hofsjökli
og stórum hluta Vatnajökuls. Þau eru
unnin úr mælingum á loftþyngd við yf-
irborð jökulsins á mælilínum, þar sem
lengd og breidd er einnig mæld. Þeir
staðir á línunum, sem jafnhátt liggja,
eru síðan tengdir saman með línum
eftir ákveðnum aðferðum og eru þar
komnar hæðarlínur samsvarandi
þeim, sem lýst var hér að ofan. Svip-
aðs eðlis eru dýptarkort af sjó og
vötnum, sem gerð eru út frá línum
eða punktum, sem lóðað hefur verið
á. Þessi kort eru að sjálfsögðu aldrei
jafn nákvæm og kort eftir loftmynd-
um, því ekki er hægt að segja með
vissu hver hæðin er milli mælilína. Þó
er óhætt að segja, að skekkjan verður
ekki mjög mikil, því á yfirborði jök-
ulsins er víðast tiltölulega lítið um
miklar hallabreytingar.
Undirlag jöklanna er okkur ekki
með öllu hulið, þótt við höfum ekki
önnur tæki en augun ber til að skoða
þá. Víðast endurspeglar yfirborðið að
einhverju leyti það sem undir er eins
og lítt gagnsæ hula hafi verið lögð þar
yfir. Það má ljóst vera, að Skeiðarár-
165