Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 25
8. mynd. Kómódódreki, Varanus komodoensis, á ferðamannaveiðum. Teikning eftir
Robert Bakker. Fyrrum lifðu í Astralíu tvítugfalt þyngri ráneðlur. Skuggamyndin gefur
til kynna stærð þeirra (Bakker 1986).
skriðdýra: Nílarkrókódíll, Crocodilus nilo-
ticus, í Afríku, og lónakrókódíll, C. por-
osus, með ströndum og uppi í ám í Asíu og
Eyjaálfu, urðu forðum nærri 9 metra langir
en ná nú fæstir 6 metra lengd. Krókódílar
af minnstu tegundum verða fullvaxnir á
lengd við mann. Tegundir núlifandi krókó-
díla eru um 20. Þar af lifa aðeins ijórar
utan hitabeltisins, og var ein þeirra flutt
þangað af mönnum. Tvær þessara fjögurra
tegunda teljast til breiðtrýninga, missis-
sippíbreiðtrýningur, Alligator mississippi-
ensis, í samnefndu fljóti og víðar í suðaust-
urríkjum Bandaríkjanna, og kínabreiðtrýn-
ingur, A. sinensis, í Jangtsekíangfljóti.
Ranakrókódíll, Crocodilus acutus, lifir i
fenjum í Flórída og auk þess í hitabelti
Mið- og Suður-Ameríku. Gleraugnaglám-
ur, Caiman crocodilus (9. mynd), var flutt-
ur til Bandaríkjanna frá hitabelti Mið- og
Suður-Ameríku og þrífst nú villtur í
Flórída.
■ ÚTDAUÐ SKRIÐDÝR
Elstu steingervingar af skriðdýrum eru
rúmlega 300 milljón ára, frá kolatímabili
fornlífsaldar. Mestri útbreiðslu og íjöl-
breytni náðu þau á miðlífsöld, um 225 til
65 milljón árum íyrir okkar daga. Þá lifðu
meðal annars stóreðlur á landi, hvaleðlur
9. mynd. Gleraugnaglámur, Caiman crocodilus, er fremur lítill krókódíll, 1,2-2,6 m
langur. Upphafleg heim-
kynni hans eru í Mið- og
Suður-Ameríku en það-
an hafa hundruð þús-
unda þessara dýra verið
flutt til Bandarikjanna
sem gæludýr. Flest
drápust fljótlega en
mörg hafa sloppið eða
þeim verið sleppt. Gler-
augnaglámar þrífast nú
villtir í Flórída (Behler
& Wayne King 1989).
103