Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 34
fyrst með Þorvaldi Thoroddsen 1893 sem þeirra er getið á ný. A þessum tíma taka hins vegar útlendingar að gerast áhuga- samir um rannsóknir á jarðfræði landsins og þar á meðal eldstöðvunum frá 1783. Fyrstur þeirra var hinn þekkti norski jarð- fræðingur Amund Helland (1846-1918), sem að ráði Þorvaldar Thoroddsens hóf rannsóknir á svæðinu og dvaldi við gíga- raðirnar dagana 15., 16. og 17. ágúst 1881. Hann gerði margar hæðarmælingar á gíg- unum og eru raunar aðrar betri enn ekki til. Einnig gerði hann kort af gígaröðunum og næsta nágrenni þeirra, en mjög er það ófullkomið sem von var á svo stuttum tíma sem þeir félagar höfðu til umráða. Fallega teikningu gerði hann af gígaröðinni allri, en líklega ber fremur að dæma hana sem listaverk. Helland bendir fyrstur manna á það að ekki séu gígimir allir jafn gamlir og að áður hljóti að hafa gosið á sömu rein. Hann segir: ,ja selve kraterrækken eller ildlinien af 1783 gaar igennem nogle gamle kratere“ (bls. 7). Hann kennir eld- stöðina við Laka og er það vel til fundið sökum þess hve stutt og einfalt það nafn er og nothæft sem vísindaheiti. Eldborgaraðir er hinsvegar það nafn sem frá byrjun hefur verið notað af heimamönnum eldsveitanna og er svo enn. Amund Helland var fyrsti lærði jarðfræðingurinn sem kom á þessar slóðir, þá 35 ára. Hann er meðal atkvæða- mestu jarðfræðinga Noregs. Bretar tveir, Tempest Anderson og H.J. Johnston Lavis, eru hvað vitað er næstir til að koma til Eld- borgaraða. Sá fyrrnefndi tók þar allmargar ljósmyndir af gígunum, líklega þær fyrstu sem teknar voru, og birti nokkrar þeirra í ritinu Volcanic Studies in Many Lands (London 1903). Litlar rannsóknir virðast þeir félagar annars hafa gert á staðnum. Þorvaldur Thoroddsen (1894) ferðaðist um Vestur-Skaftafellssýslu 1893 og það er fyrst með korti hans (1901 og 1906) sem viðunandi mynd fæst af jarðfræði þessara héraða í heild og af Eldborgaröðum. A þessu svæði dvaldi hann þó aðeins 10 daga (3.-13. ágúst) og hafði því ekki mikinn tíma fyrir eldstöðvamar sérstaklega. Þann 10. ágúst gekk hann á gíg þann sem hæstur er austast í gígaröðinni, um 60 m hár. I ferðasögunni, sem birtist í Andvara 1894, segir á bls 126: „Gígurinn, sem ég stóð á, var auðsjáanlega eldri en hinir seinni Laka-gígir og hraunin kringum hann og ýmsar hraunbreiður nærri jöklinum hafa myndast fyrir gosið“ (1783). Gígur þessi er nú af sumum nefndur Byrða (Haraldur Matthíasson 1963) en mjög sterkan grun hef ég um að þar hafí nafnabrengl átt sér stað (sjá síðar). Önnur nafnabrengl hafa sýnilega orðið þegar farið var að nefna nyrsta odda Eldborgaraða, þar sem hann nær upp í jökul, Fljótsodda (Haraldur Matthíasson 1963), en það ömefni á við svæði austan við nefndan hrygg, milli hans og Hverfisfljóts. Þetta er mér kunnugt frá unglingsáram mínum við smölun, auk þess sem heimild um það má fínna hjá Sveini Pálssyni (1945, bls. 565). Þjóðverjinn Karl Sapper (1866-1945) dvaldi við rannsóknir á Eldborgaröðum 10.-12. ágúst 1906 og rit hans um þær kom út 1908. Hann var þá fertugur og er án efa reyndasti eldfjallafræðingur sem enn hefur komið á þessar slóðir. Eftir hann liggja öndvegisrit í þeim fræðum, enda stundaði hann rannsóknir á eldfjöllum í Mexíkó, Mið-Ameríkulöndum öllum og í Indó- nesíu. Rit hans um þessi svæði hafa grund- vallarþýðingu. Sapper gerði kort af mið- hluta Eldborgaraða, um og báðum megin Laka. Það nær yfír um 12,5 km vegalengd, er í mælikvarða 1:12.500 og er enn það besta af þessu svæði. Kort þetta er mikið afrek unnið við erfíðar aðstæður. Hann slær því föstu að áður hafí gosið á þessari sömu línu, bendir m.a. á að litlir hraungígir frá 1783 gangi upp í stóran gjallgíg skammt vestan við Laka en bætir við að hugsanlega sé sá gígur frá fyrsta þætti gossins (sjá síðar). Hann gerir sér grein fyrir að gígaröðin, talið frá Laka og a.m.k. 6 km vestur, muni að hluta til vera eldri en frá 1783. Því má svo bæta við hér að Sap- per gerði kort af Eldgjá líka, örugglega það fyrsta. Hið litla en gagnmerka rit Sappers mun nú á fárra höndum hér og kunnáttu íslenskra jarðfræðinga í tungumálum, öðrum en cnsku, fer því miður hrakandi. Landi Sappers, Hans Reck (1910), dvaldi nokkra daga í júlí 1908 við rann- 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.