Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 46
9. mynd. Rásir eftir grjót- og öskuflóð utan á gíg frá fyrsta gosi, sem ber við loft, taldar myndaðar af steypiflóði úr gossúlu. Nokkuð hefur fallið til baka í gíginn. - Rock and ash flow originating in the pyroclastic crater at the skyline. The flow is believed to derivefrom gravitational collapse of a vertical eruption column. Eruption I. Mynd/photo Jón Jóns- son. gígir og stórbrotið hraun fyrir að norð- austan. Þar í kring er ekki alltaf auðvelt að segja hvað er frá síðasta gosi og hvað frá því fyrra. Einkum tveir stórir gígir hafa verið mikilvirkir í síðasta gosi. Hvað varðar útbreiðslu hrauna hér norðurfrá er fjarri því að síðasta orðið hafí verið sagt. Svæðið er hvað þetta varðar einfaldlega ókannað og getur raunar reynst allt annað en auðvelt, enda enginn við það reynt í alvöru svo vitað sé. Við kortlagningu hefur einfaldlega verið gengið út frá þvi að allur hraunflákinn væri frá Skaftáreldum 1783. Svo er með vissu ekki. Þarna er enn verk að vinna. Sem næst 500 m norðaustan við þessa gígi mætir manni mikið svæði stórra og mjög margbreytilegra gíga sem taka yfír um 1,5 km lengd og um 700 m breidd. Þetta er í sannleika stórkostlegt svæði sem í raun ekki á sinn líka í öllum Eldborga- röðum. Hraungígaröðin frá 1783 rífur þarna að endilöngu svartan gosmalargíg frá 1. gosi, sem er 1,25 km langur, en inni í honum hefur myndast hrauntjörn og þar risið hrikalegir hraungígir sem hver tengist öðrum í svo villtu umróti að vart verður lýst. Ganga verður um með varkámi og virðingu, en til hliðar, einkum norðvestan megin, eru leifar hins foma gosmalargígs, sem ekki hafa breyst að ráði í þeim hrika- leik sem hér hefur farið fram sumarið 1783. Frá þessum eldvörpum hafa þá hraunflóð mikil runnið út um skarð í norð- austurenda þessa ösku- og gosmalargígs, fram með honum og upp að honum að norðan. Þar með er ljóst að hann er eldri, enda sver hann sig í öllu í ætt við áður- nefnda ösku- og gosmalargígi, og gróður- vana er hann eins og þeir. Að norðan og miðja vega á langveginn er gígur þessi hæstur. Þar liggja, að utanverðu og niður eftir honum, sérkennilegar rásir sem líkjast farvegum (9. mynd). Þetta myndar talsvert breitt belti niður norðurhlíð öskugígsins Efnið er að verulegu leyti talsvert gróf gosmöl, gjall og hraunflygsur ásamt ösku. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.