Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 31
dalinn. Ég get reyndar ekki alveg útskýrt hvemig, en þetta var tilfínning mín. Það fór líka þannig að lambið ljarlægðist æ meir Qárhópinn. Móðir og systkin fylgdu á eftir jarmandi. Loks tókst refnum að koma lambinu fram af rofabarðinu við lækinn og þar ultu þau niður í læk. Þegar hér er komið sögu var móðirin hætt að fylgja lambinu eftir, en hljóp jarmandi í hringi ofar í dalnum. ÚTHUGSUÐ VEIÐIAÐFERÐ? Á þessum tímapunkti gerðist það sem vakti mesta undrun mína. Refúrinn beit ákveðið ofarlega í háls lambsins, ýtti hausnum ofan í lækinn og hélt eins lengi og hann gat. Lambið barðist um í vatninu og loks gat það lyft höfðinu upp úr. Það andaði djúpt að sér en hafði hvorki rænu né orku til að stökkva á fætur og hrista refínn af sér. Það var því hægðarleikur fyrir refinn að endur- taka leikinn, enda kaffærði hann lambið í annað sinn. Eftir þessa meðferð var lambið orðið mjög máttfarið og sömuleiðis var refurinn orðinn mjög þreyttur, en engu að síður var hann farinn að gæða sér á bráð sinni. ÓVÆNT TRUFLUN Um þetta leyti vildi einmitt þannig til að Siggi var að koma úr gönguferðinni. Við það fældist refurinn og stökk burtu. Lamb- inu tókst að skreiðast upp úr læknum og skjögraði máttfarið upp á bakkann, þar sem það lagðist niður. Höfuð þess var al- blóðugt. Þetta var sannarlega ekki fögur sjón. Það kom mér á óvart hve atburðurinn hafði tekið stuttan tíma, frá tuttugu mín- útum og i mesta lagi hálftíma. Við þorðum ekki annað en bíða og sjá hvort refurinn kæmi ekki örugglega aftur og lyki verki sínu endanlega. Endalokin Það gerði hann líka eftir smástund en við vorum ekki viðstödd endalokin, þar sem hann dró lambið í hvarf undir brekkuna, svo við hefðum þurft að færa okkur til að fylgjast með. Sannarlega hafði ég ekki áhuga á að horfa á meira og var því fegin að snúa heim. Þegar við gengum burt var sama friðsældin komin og verið hafði fyrr um kvöldið, eins og ekkert hefði gerst. Jafnvel móðirin sem hafði misst lambið sitt var þögnuð. Hver ER RÉTTUR FRUMBYGGJANS? Mörgum fínnst vafalaust rangt að ég skuli hafa setið aðgerðalaus og horft upp á slíkt. Ástæðan fyrir því er að i fyrstu virtist öllu óhætt, þar sem féð var rólegt og spakt í návist refsins. Síðan gerði hann skyndi- árás, beit fast í lambið og ég hugsaði sem svo að ef til vill væri hann nú þegar búinn að særa það svo mikið að þjáningaminna væri fyrir lambið að deyja en lifa. Að einhverju leyti er ástæðan líka sú að ég aðhyllist náttúrlega framrás í dýraríkinu, svo framarlega að tegund sé ekki í útrým- ingarhættu. PÓSTFANG HÖFUNDAR Rakel Heiðmarsdóttir Efstasundi 16 104 REYKJAVÍK Umsögn veiðistjóra Maður og refur hafa eldað grátt silfur sam- an allt frá landnámstíð. Lítill vafí leikur á að skolli hefur á umliðnum öldum oft vald- ið bændum þungum búsiQum með lamba- drápi. Þó hefur mjög dregið úr því síðustu áratugi eftir að algengara varð að ær væru látnar bera á húsi og vetrarbeit lagðist af að mestu. Hins vegar má vera ljóst að meðan bæði sauðfé og refir eru í landinu munu einstaka refír taka upp á því að bíta sauðfé. Ekki er algengt að menn verði vitni að því þegar refír bíta lömb og því eru til fáar ritaðar lýsingar á aðferðum þeirra við lambadráp. Þess vegna er mikill fengur í frásögn Rakelar Heiðmarsdóttur af atburð- um þeim í Grafningnum er hún varð sjón- arvottur að. Jafnframt er það tilfinning undirritaðs að viðkomandi refur hafí ekki verið að bíta lamb í fyrsta sinn þegar Rakel sá til hans. Hans líkar eru þó orðnir sjald- gæfir sem betur fer. Páll Hersteinsson 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.