Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 39
svo Laka norðanverðan og gegnum hátopp íjallsins ganga opnar sprungur. Norðvestan í Laka má glöggt sjá hvernig brotið skerst upp í hlíðina. Hraun hefur þar streymt út og fallið í þunnum fossi niður hlíðina. Austar er þetta nokkru stærra og meira áberandi. Þar hefur hraun fallið beint út úr sprungunni og í þröngum rásurn og hraun- pípum niður og vestur í dalinn. Enn austar hefur komið til myndunar smágígkoppa utan í hlíðinni og hraun frá þeim fallið niður i hringlaga dalverpi og breiðst út yfir það hlíða á milli. Dalverpi það er vestast þriggja sem eru í röð um fjallið norðanvert. Þau eru að hluta til hömrum girt og gætu verið leifar gíga frá myndunarstigi íjalls- ins. Norðaustan í Laka hefst gígaröðin á ný á háhryggnum sunnan við austasta dalinn og hefur hraun fyrst runnið beint út úr sprungunni og aðeins lagst út yfir barma hennar. Strax nokkrum metrum neðar fara að myndast gígir með hraunrennsli niður brekkuna til suðurs. Gígirnir verða brátt sem samfellt perluband á ská niður eftir hlíðinni, verða stærri eftir því sem neðar dregur og frá þeim í heild steypist breiður hraunfoss niður hlíðina. Hraunið úr efsta hluta þessarar sprungu hverfur inn undir meginhraunstraunrinn sem fallið hefur fram um skarðið milli Laka og undirhlíða Blængs og loks breiðst út yfir hraunið sem áður hafði náð að þekja svæðið milli Laka og Varmárfells og komið er úr gígunum vestan við Laka. Það er því Ijóst að mörkin milli austur- og vesturhluta Eldborgaraða, milli Austurgjár og Vesturgjár, eru í Laka sjálfum. Eldvirknin norðaustan í Laka hefur verið undir suðurbrún misgengisins og í beinu framhaldi af því heldur gíga- röðin áfram norðaustur. Vestan Laka hefur hraun fyrst komið upp nær miðju sig- dalsins. Ljóst er að sigdalurinn var til fyrir gosið 1783, því hraunlænur sem komið hafa upp í dalnum miðjum hafa staðnæmst við misgengið og sjá nrá hvernig það hefur skvest upp eftir stallinum og svo runnið meðfram honum. Sennilega hefur þetta gerst á fyrstu mínútum gossins. Hæðin sem sigdalurinn þarna klýfur er úr einhvers konar ólýsanlegu gosrusli sem vafalaust er til orðið undir jökli. Það samanstendur af bergbrotum, vikri, sandi, möl og ösku í einum hrærigraut og er ákaflega losaralegt. ■ VESTURGJÁIN Ég hef áður notað þessa skilgreiningu, sem sótt er til séra Jóns Steingrímssonar og byggist á því að eldvirkni hófst síðar á svæðinu norðaustur af Laka. Það er þó ljóst að mikil virkni var samtímis á báðum eld- gjánum, því séra Jón tekur fram að allan júlí og ágúst og fram á september „gekk eldurinn þeim megin fram úr gljúfrinu (þ.e. Skaftárgljúfri) og hætti aldeilis seint í september“ (Ævisaga og önnur rit bls. 365). Þann 29. júlí varð fyrst vart virkni í Austurgjánni. „Þau óhljóð og brestir voru engu minni en í vesturgjánni, sem nú var aflátin.“ Þetta virðist þýða að um þetta leyti var eldvirknin vestan megin að mestu bundin við hraunrennsli. Inni í sigdalnum á skerinu vestan Laka hafa hraunlænur kom- ið upp i síðasta gosi, efst á því, án gíg- myndana, en þegar halla tekur vestur af skerinu hafa myndast hraunrennur beint út úr uppvarpinu og loks smáir gígir sem hraun hefur fossað úr. Þama virðist engin ösku- eða vikurmyndun hafa átt sér stað. Vestasti litli hraungígurinn á þessari línu nær upp í stóran gjallgíg. Þetta nefnir Sap- per (bls. 21), en lætur þeirri spumingu ósvarað hvort gjallgígurinn sé frá fyrra gosi eða frá fyrstu hríð Skaftárelda. Brotin um margnefnt sker má auðveldlega rekja beint frá því gegnum þennan gjallgíg eins og líka enn stærri gjallgíg aðeins vestar. Það er með öðmnr orðurn ljóst að sigdalur- inn gengur gegnum þessa stóm gígi. Áður var sýnt frarn á að sigdalurinn er eldri en gosið 1783. Það að hann gengur lika gegnurn gjallgígina sannar að einnig þeir em eldri. Sérstaklega greinilegur er dalur- inn gegnum þessa tvo stóm gjailgígi, en syðri brotalínan er að því er virðist sú sem klýfur áðumefndan eldri hraungíg og Stóra-Svart. Hraungosið 1783 hefur orðið inni í sigdalnum og hraungígimir frá þeirn tíma byggst upp inni i eldri gjallgígum. Inni í austasta gjallgígnum hefur fima- mikill hraungígur orðið til. Þetta er mikið 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.