Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 40
4. mynd. Dœmigerðir hraungígir vestan við Laka. Þar hefur gosið aðeins einu sinni, 1783.
— Typical lava craters at the west side of Laki. Only one eruption has occurred there, that
of 1783. Mynd/photo Jón Jónsson.
gímald, gæti verið allt að 60 m djúpur, og
mikið hraunflóð hefur frá honum runnið
eftir hrauntröðum til suðurs. Rétt við út-
fallið úr honum var lítil tjöm, vart nema 3
m2 og 1,5—2 m djúp. Liklega er um falskt
grunnvatn að ræða. Hraungigaröðin liggur
efltir sigdalnum gegnum næsta stóra gig.
Em þar ein fímm gosop og hraun hefur
mnnið til beggja hliða. Athyglisvert er að
hraun frá síðasta gosi hefúr runnið upp að
og sem næst í hálfhring utan um þennan -
og upp að þeim næsta austan við. Vart
hefði það orðið væru gjallgígir og hraun-
gígir frá sama gosi. Spölkom norðan við
vestri gíginn er dálítið helluhraunssvæði.
Ekki verður betur séð en að það hafí komið
þar upp. Um gíg í venjulegum skilningi er
þar ekki að ræða, en út frá hringlaga svæði
liggja hraunpipur sem sýna að þar hefur
hrauntjöm verið. Hraunið sem virðist ör-
þunnt hefúr náð að renna langleiðina norð-
ur að Lambavatni, vestur að Stóra-Svarti
og suður um skarðið milli gíganna sunnan
við. Ekki vil ég útiloka þann möguleika að
þama hafí hraun getað runnið til norðurs,
út frá aðalgígaröðinni, í ákafri virkni á
fyrsta stigi gossins, og myndað þar hraun-
tjöm sem svo rann frá. Hæðarmæling með
einföldum tækjum benti þó fremur til hins
fyrra. Um Stóra-Svart og eldri hraungíginn
er hér áður fjallað.
Er nú komið að hæsta gígnum í allri
gígaröðinni, þeim er á korti Sappers ber
nafnið Roter Berg (Rauða Ijallið) og nær
rétt um 100 m hæð. Sapper telur að hann sé
að innan úr móbergi seinem Kern wohl
ein alter Breccienberg ist). Ekki verður á
það fallist hér. Hins vegar er ekki á því
neinn vafí að gígurinn er eldri en
Skaftáreldar. Hann er þó nú vart meira en
hálfur. Misgengið nyrðra mun hafa legið
um hann rétt sunnan undir hæsta hnúknum.
Syðri helmingur hans hefur að mestu farið
veg allrar veraldar í hraungosinu rnikla
1783, sem í hans stað hefur skilið eftir röð
af ekki minna en níu hraungígum sem spúð
hafa ógrynni af hrauni út yfír sléttlendið
sunnan við. Allt þetta liggur næsta opið
fyrir þegar staðið er á hátindi gígsins og
litið yfír landið. Þennan gíg og aðra stóra
118