Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 32
Athyglisverð skordýr: Einitíta ERLING ÓLAFSSON að er nokkuð algengt að skordýr berist með vamingi til Islands, enda ekki óviðbúið þar sem skordýr er að finna nánast hvar sem er, bæði í náttúrunni og því umhverfí sem maðurinn hefur mótað. Þegar líður að jólum berast hingað til lands skipsfarmar af jólatrjám og greni- greinum af ýmsum tegundum sem við notum til að lífga upp á tilbreytingarlaust skammdegið. Umtalsverður fjöldi skor- dýra og annarra smádýra berst hingað með þessum vamingi. Einna mest ber á maríu- hænum (Coccinellidae, Coleoptera). Einitíta Cyphostethus tristriatus (Fabr- icius), af ættbálki skortítna (Hemiptera), er ein þeirra tegunda sem virðast berast hingað reglulega fyrir jólin. Alls hafa mér borist í hendur 14 eintök þessarar tegundar, fyrst árið 1976 og nær árlega síðastliðin ár. Þau hafa öll fundist á höfuðborgarsvæðinu að tveimur undanskildum, sem bámst mér frá Egilsstöðum. Aðeins þrjú eintök fund- ust utan hefðbundins tíma sem er í desem- ber. Eitt barst til Egilsstaða að sumri til með málningarvörum, annað fannst innan- húss í Garðabæ 21. október, en engin við- hlítandi skýring fannst á veru þess þar, og það þriðja kom með óskilgreindum innfluttum greinum um 25. október til Reykjavíkur. Hin eintökin em öll frá tíma- bilinu 3.-31. desember. Flest bendir til þess að einitíta berist til landsins íyrst og fremst með greinum af lífviði Thuja sem er trjátegund af kýprusætt (Cupressaceae), en þessar flötu og mjúku greinar eru vinsælar Erling Ólafsson (1949) lauk B.S.-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófí í skordýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúmfræðistofnun íslands frá 1980. í jólaskreytingar, m.a. aðventukransa. Einnig hefur tegundin fundist á innfluttu jólatré (sennilega þini Abies). Stundum era meðfylgjandi upplýsingar óljósar og t.d. getið um „lyng“ til jólaskrauts eða ,jóla- grein, fíngerð innflutt tegund“, sem hvort tveggja gæti bent til lífviðar. Heimkynni einitítu em í Evrópu, frá Miðjarðarhafí og norður til sunnanverðrar Skandinavíu, austur til vestanverðs Rúss- lands og Tyrklands. A Norðurlöndum er einitíta ekki talin algeng. Hún lifir ein- göngu á safa einiberja, en einir Juniperus communis er kýprusættar eins og lífviður- inn. Hún leggst í vetrardvala á fullorðins- stigi og finnst þá á ýmsum öðmm tegund- um berfrævinga en eini. Litlar líkur eru á því að einitíta nái fótfestu hér á landi, þar sem aðstæður eru engan veginn ákjósanlegar. Hún er og verður því framvegis aðeins liður í jóla- stemmningunni. 1. mynd. Einitíta Cyphostethus tristriatus (Fabr.), fundin í Reykjavík 16. des. 1993. Þessi fallega skortíta berst hingað til lands nokkuð reglulega með greinum til jóla- skreytinga. Hún er um 10 mm á lengd, að mestu grœn á lit með ílanga rósrauða eða bleikleita flekki á framvœngjum. Ljósm. Erling Olafsson. 110 Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 110, 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.