Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 32
Athyglisverð skordýr:
Einitíta
ERLING ÓLAFSSON
að er nokkuð algengt að skordýr
berist með vamingi til Islands,
enda ekki óviðbúið þar sem
skordýr er að finna nánast hvar
sem er, bæði í náttúrunni og því umhverfí
sem maðurinn hefur mótað.
Þegar líður að jólum berast hingað til
lands skipsfarmar af jólatrjám og greni-
greinum af ýmsum tegundum sem við
notum til að lífga upp á tilbreytingarlaust
skammdegið. Umtalsverður fjöldi skor-
dýra og annarra smádýra berst hingað með
þessum vamingi. Einna mest ber á maríu-
hænum (Coccinellidae, Coleoptera).
Einitíta Cyphostethus tristriatus (Fabr-
icius), af ættbálki skortítna (Hemiptera), er
ein þeirra tegunda sem virðast berast
hingað reglulega fyrir jólin. Alls hafa mér
borist í hendur 14 eintök þessarar tegundar,
fyrst árið 1976 og nær árlega síðastliðin ár.
Þau hafa öll fundist á höfuðborgarsvæðinu
að tveimur undanskildum, sem bámst mér
frá Egilsstöðum. Aðeins þrjú eintök fund-
ust utan hefðbundins tíma sem er í desem-
ber. Eitt barst til Egilsstaða að sumri til
með málningarvörum, annað fannst innan-
húss í Garðabæ 21. október, en engin við-
hlítandi skýring fannst á veru þess þar, og
það þriðja kom með óskilgreindum
innfluttum greinum um 25. október til
Reykjavíkur. Hin eintökin em öll frá tíma-
bilinu 3.-31. desember. Flest bendir til
þess að einitíta berist til landsins íyrst og
fremst með greinum af lífviði Thuja sem er
trjátegund af kýprusætt (Cupressaceae), en
þessar flötu og mjúku greinar eru vinsælar
Erling Ólafsson (1949) lauk B.S.-prófi í líf-
fræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófí
í skordýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991.
Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir
hjá Náttúmfræðistofnun íslands frá 1980.
í jólaskreytingar, m.a. aðventukransa.
Einnig hefur tegundin fundist á innfluttu
jólatré (sennilega þini Abies). Stundum era
meðfylgjandi upplýsingar óljósar og t.d.
getið um „lyng“ til jólaskrauts eða ,jóla-
grein, fíngerð innflutt tegund“, sem hvort
tveggja gæti bent til lífviðar.
Heimkynni einitítu em í Evrópu, frá
Miðjarðarhafí og norður til sunnanverðrar
Skandinavíu, austur til vestanverðs Rúss-
lands og Tyrklands. A Norðurlöndum er
einitíta ekki talin algeng. Hún lifir ein-
göngu á safa einiberja, en einir Juniperus
communis er kýprusættar eins og lífviður-
inn. Hún leggst í vetrardvala á fullorðins-
stigi og finnst þá á ýmsum öðmm tegund-
um berfrævinga en eini.
Litlar líkur eru á því að einitíta nái
fótfestu hér á landi, þar sem aðstæður eru
engan veginn ákjósanlegar. Hún er og
verður því framvegis aðeins liður í jóla-
stemmningunni.
1. mynd. Einitíta Cyphostethus tristriatus
(Fabr.), fundin í Reykjavík 16. des. 1993.
Þessi fallega skortíta berst hingað til lands
nokkuð reglulega með greinum til jóla-
skreytinga. Hún er um 10 mm á lengd, að
mestu grœn á lit með ílanga rósrauða eða
bleikleita flekki á framvœngjum. Ljósm.
Erling Olafsson.
110
Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 110, 1994.