Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 1994, Blaðsíða 86
Á NÆSTUNNI Allmargar greinar hafa borist Náttúru- frœðingnum og eru að mestu tilbúnar til birtingar. Þœr munu að líkindum allar birtast í 3. eða 4. hefti þessa árgangs. Hér er tœpt á efni nokkurra þeirra. ELDGOS VIÐ REYKJANES Á 13. ÖLD Magnús A. Sigurgeirsson íjallar um einn þátt mikillar goshrinu sem varð við Reykjanes á 13. öld og nefnd hefúr verið Reykjaneseldar en annálar greina frá eld- gosum á og við Reykjanes á árunum 1211- 1240. Magnús lýsir hér myndun Stampa- hraunsins yngra og gjóskugíga sem mynd- uðust við ströndina þar sem gossprungan náði í sjó fram. Gaukar Hér er á ferðinni grein um þá fugla af gaukaætt sem vitað er til að flækst hafí til Islands. Um er að ræða tvær amerískar tegundir sem sjaldan sjást hér og eina evrópska sem alloft hefur sést hér á landi og er það hinn eini sanni gaukur. Greinina ritar Gaukur Hjartarson verkfræðingur á Húsavík. Knattkol Hin hraða tækniþróun sem við búum við á m.a. rætur að rekja til mikilla framfara í lífrænni efnafræði. Már Björgvinsson efna- fræðingur greinir frá einni þeirra nýjunga sem hvað mestar vonir eru bundnar við en það eru knattlaga kolefnissameindir og ýmis tilbrigði við þær. Bergskriður í NÝJU LJÓSl Samkvæmt öllum helstu kennslubókum um jarðfræði Islands eru víða á blágrýlis- svæðum landsins ummerki um gríðarlegar bergskriður sem hrunið hafa fram úr fjalla- hlíðum. Ágúst Guðmundsson jarðfræðing- ur hjá Jarðtæknistofunni bendir á að þessa túlkun gæti þurft að endurskoða rækilega. Gasstreymið í Lagarfljóti Halldór Ármannsson og Sigmundur Ein- arsson greina frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á gasi sem streymir upp frá botni Lagarfljóts. Tilgangurinn var að ganga úr skugga um hvort þar væru líkur á nýtanlegum gas- eða olíulindum. Haförninn Hér lýsir Kristinn Haukur Skarphéðinsson sögu íslenska hafarnarstofnsins, hvernig honum var nærri því útrýmt um síðustu aldamót og vexti hans og viðgangi á 20. öld. Geirfuglinn í Náttúrugripasafninu Fyrir rúmum tuttugu árum var íslensku þjóðinni sleginn uppstoppaður geirfugl á uppboði í London. Fuglinn er varðveittur í Náttúrugripasafninu við Hlemm í Reykja- vík. Safnið á að auki tvö geirfuglsegg og eina beinagrind af geirfugli. Ævar Petersen rekur sögu þessara merku gripa, en í ár eru liðin 150 ár frá því síðustu geirfuglamir voru drepnir í Eldey. Nöfn FRUMEFNA Jón Geirsson efnafræðingur greinir frá því af hverju nöfn ýmissa frumefna eru dregin. Auðvelt er að átta sig á uppruna nafna á borð við einsteiníum og níelsbohríum en málið vandast þegar kemur að nöfnum á borð við kopar og vanadíum. Sagan af bláfiskinum Árið 1938 veiddist torkennilegur fiskur undan strönd Suður-Afríku. Við nánari at- hugun kom í Ijós að fískurinn var af stofni sem talið var að dáið hefði út fyrir um 70 milljón árum. Örnólfur Thorlacius segir frá þessum merka fundi og rekur um leið lifshlaup J.L.B. Smith, mannsins sem kynnti bláfískinn fyrir umheiminum. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.