Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 25
Flækingsfuglará íslandi:
GAUKAR*
Gaukurinn er einkum þekktur fyrir það
óþokkabragð að verpa í hreiður ann-
arra og oft minni fugla sem í einfeldni
sinni sjá síðan um að klekja út egginu
og ala ungann. Gauksunginn þakkar
fyrir sig með því að aféta hina réttu
afkomendur fósturforeldranna. Hér eru
tíunduð þau tilvik þar sem sést hefur 'til
gauksins ogfrænda hans hér á landi.
rjár tegundir gauka hafa sést hér
á landi. Tvær þeirra, regngaukur
Coccyzus erythrophthahnus og
spágaukur Coccyzus american-
us, eru sárasjaldgæfar hérlendis; önnur
hefur fundist þrisvar sinnum en hin
tvisvar. Báðar þessar tegundir eru norður-
amerískar og sjást sjaldan í Evrópu. Þriðja
tegundin kemur frá Evrópu og er mun
algengari, en það er gaukur Cuculus
canorus.
Upplýsingar um varpútbreiðslu, kjör-
lendi, farflug og vetrarheimkynni eru
fengnar úr ritum Godfrey (1966) og Cramp
(1985) og til að forðast endurtekningar er
ekki vitnað í þessi rit frekar nema sérstök
ástæða sé til. íslénsk nöfn eru samkvæmt
3. útgáfu þýðingar Finns Guðmundssonar
á „Fuglum íslands og Evrópu“ (Peterson,
Mountfort og Hollom 1962) og þýðingu
* Flækingsfuglar á íslandi. 12. grein:
Náttúrufræðistofnun íslands.
Gaukur Hjartarson (f. 1965) er verkfræðingur á
Húsavík og áhugamaður um fuglafræði.
GAUKUR HJARTARSON
Friðriks Sigurbjömssonar á „Fuglabók“
(Hanzak 1971). Lýst er helstu einkennum
amerísku tegundanna tveggja, enda er lýs-
ing þeirra í „Fuglum íslands og Evrópu“
ekki eins greinargóð og lýsingin á
evrópska gauknum.
Gerð er sem nákvæmust grein fyrir
fundum þessara fuglategunda hér á landi
og eru taldir upp, í tímaröð, allir einstak-
lingar sem sést hafa á landinu til ársloka
1992. Þær upplýsingar sem gefnar eru um
hvem fugl eru: fundarstaður, fundardagur
og hversu lengi fuglinn var á sama stað ef
það er vitað, hvort fuglinn sást lifandi eða
fannst dauður, hvort fuglinum var safnað
og þá hvar hann er geymdur. Einnig er
getið finnanda eða annarra heimilda.
A Náttúrufræðistofnun Islands (skamm-
stafað NI hér eftir) eru varðveittir hamir
eða beinagrindur af allmörgum þeirra
gauka sem náðst hafa hér á landi. Hver
þeirra hefur skrásetningarnúmer (RM-
númer). Aldri fuglanna er lýst með
skammstöfunum; ad táknar fullorðinn fugl
og imm táknar ungfugl.
Gaukar teljast til ættbálks gaukfugla
(Cuculiformes). í honum eru tvær ættir,
dofrar (Musophagidae) og gaukar (Cucul-
idae). Gaukaættin skiptist í nokkrar undir-
ættir og hafa fuglar tveggja þeirra sést hér
á landi. Fuglar af undirættinni Cuculinae
verpa í hreiður annarra tegunda en fuglar
af undirættinni Phaenicophaeinae klekja
út eigin eggjum og sjá um uppeldi unga
sinna. Þær þrjár gaukategundir sem verpa í
Evrópu teljast allar til fyrri undirættar-
innar en hún telur 42 til 50 tegundir í 15 til
Náttúrufræðingurinn 64 (4), bls. 255-263, 1995.
255