Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 30
4. mynd. Regngaukurinn Coccyzus erythrophthalmus í N-Ameríku sér sjálfur um uppeldi
afkvœma sinna og stundar ekki sníkjuvarp eins og gaukurinn, frændi hans í Evrópu.
Ljósm./photo Bill Dyer/Cornell Laboratory of Ornithology.
fullorðnir fuglar en stélmynstrið er daufara
og vængir rauðleitari.
Tveir regngaukar hafa fundist hér á
landi:
1. Háafell í Hvftársíðu, Mýr, haust eða
fyrrihluti vetrar 1935 (RM4005, aðeins
tvær fjaðrir varðveittar). Einar Kristleifs-
son. Fundinn dauður undir símavír.
2. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 21. október
1982, fundinn dauður 25. október (9 imm
RM7980). GP & EÓ 1984.
Fyrir 1990 sáust 23 regngaukar í Evrópu
(Rogers o.fl. 1990, Alström o.fl. 1991).
Einn fannst að auki á Bretlandseyjum 10.
október 1990 (Rogers o.fl. 1991). Utan
íslands hafa regngaukar sést á Bretlandi
(13 fyrir 1991), Frakklandi (júlí 1886),
Danmörku (október 1970), Þýskalandi
(október 1952), Ítalíu (Toscana 1858,
Veneto 1969), Asóreyjum (3) og á olíu-
borpalli milli Bretlands og Noregs (1989).
Fyrir 1967 sáust þrír regngaukar á vestur-
strönd Grænlands, einn í október 1893,
annar um aldamót 1900 og sá síðasti 24.
ágúst 1944 (Salomonsen 1967).
Allir nema tveir af þeim fuglum sem
tímasettir hafa verið í Evrópu fundust á
tímabilinu 23. september til 6. nóvember.
Einn fugl sást í Frakklandi 20. júlí 1880 og
annar á Bretlandseyjum í lok ágúst 1982
(Glutz von Blotzheim og Bauer 1980,
Dymond o.fl. 1989).
Spágaukur
( CoCCYZUS AMERICANUS)
Spágaukur (5. mynd) er algengur varpfugl
í N-Ameríku, frá suðurhluta Kanada suður
til miðhluta Mexíkó. Hann er mun algeng-
ari í suðurhluta Bandaríkjanna en í norður-
hluta útbreiðslusvæðisins. Tegundinni er
skipt í tvær deilitegundir, C. a. american-
us austan Klettafjalla og C. a. occidentalis
vestan Klettafjalla. Kjörlendi spágauka er
í opnum skógum og þar sem er þéttur
runnagróður. Spágaukar kjósa oft nærveru
við mannabústaði. Þeir hafa vetursetu í S-
260