Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 34
Steingervingar í VATNSDALSFJALLI ÓLAFURR. DÝRMUNDSSON ferðalagi um æskuslóðir í Austur- Húnavatnssýslu sumarið 1994 gekk ég upp í Vatnsdalsfjall, nánar tiltekið 26. júlí, beint upp og austur af Hnausum í Þingi. Norðan við Aralæk, um 50 metra neðan Tvífossa, í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli, rakst ég á „stein“ sem skar sig úr öðrum á lækjar- bakkanum. Ég giska á að hann hafi verið nokkuð á annan tug kílóa að þyngd, ljós- leitur með dökkum blettum. Mulningur úr honum sýndi að undir yfirborðinu er hann Ólafur R. Dýrmundsson (f. 1944) lauk B.Sc. (Hons.)- prófi í búvísindum frá University College of Wales í Aberystwyth 1969 og Ph.D.-prófi frá sama skóla 1972. Hann var deildarstjóri við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri 1972-1977 og hefurverið landsráðunautur í landnýtingu o.fl. hjá Búnaðarfélagi fslands frá 1977. Steinninn sem greinarhöfundur fann í Vatnsdalsfjalli. Ljósm. Olafur R. Dýrmundsson. dökkgrár eða því sem næst svartur (sjá mynd). Við nánari athugun kom í ljós að þetta er hluti af steinrunnum viðardrumbi. Þegar ég sagði Leifi Sveinbjömssyni, móðurbróð- ur mínum og bónda á Hnausum, frá steininum sýndi hann mér rúmlega lófastórt brot af steinrunnum trjáberki sem einnig fannst í Vatnsdalsfjalli fyrir allnokkmm ámm, í landi Hnausa, nokkru norðar og ofar í fjallinu. Leifur, sem er fæddur í Hnausum árið 1919 og hefur búið þar alla tíð veit ekki til þess að aðrir steingervingar hafi fundist þar um slóðir. Steingerv- ingarnir sýna að á tertíertímabilinu, líklega fyrir 5-6 milljón árum, hefur vaxið skógur með gildum trjám á þessum slóðum. Ekki er mér kunnugt um neinar ritaðar heimildir um að slflcir steingervingar hafi áður fundist þar í fjallinu. Vitað er að sprek og trjástubbar hafa fundist í uppgreftri í næsta nágrenni, en þær skógarleifar munu vera frá síðustu árþúsundum. Því má við bæta til fróð- leiks að nokkuð neðan við fundarstað steinsins er tóft- arbrot. Þar mun bærinn Skíðastaðir hafa staðið en samkvæmt Skarðsárannál eyddist hann x skriðu árið 1545 og fórust 14 manns. Á síðustu áratugum hafa fund- ist mannabein þar sem skrið- an stöðvaðist á flatlendinu austan við Hnausa. Talið er að þjóðsagan um stúlkuna og hrafninn hafi gerst á Skíða- stöðum í Húnaþingi. 264

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.