Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 34
Steingervingar í VATNSDALSFJALLI ÓLAFURR. DÝRMUNDSSON ferðalagi um æskuslóðir í Austur- Húnavatnssýslu sumarið 1994 gekk ég upp í Vatnsdalsfjall, nánar tiltekið 26. júlí, beint upp og austur af Hnausum í Þingi. Norðan við Aralæk, um 50 metra neðan Tvífossa, í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli, rakst ég á „stein“ sem skar sig úr öðrum á lækjar- bakkanum. Ég giska á að hann hafi verið nokkuð á annan tug kílóa að þyngd, ljós- leitur með dökkum blettum. Mulningur úr honum sýndi að undir yfirborðinu er hann Ólafur R. Dýrmundsson (f. 1944) lauk B.Sc. (Hons.)- prófi í búvísindum frá University College of Wales í Aberystwyth 1969 og Ph.D.-prófi frá sama skóla 1972. Hann var deildarstjóri við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri 1972-1977 og hefurverið landsráðunautur í landnýtingu o.fl. hjá Búnaðarfélagi fslands frá 1977. Steinninn sem greinarhöfundur fann í Vatnsdalsfjalli. Ljósm. Olafur R. Dýrmundsson. dökkgrár eða því sem næst svartur (sjá mynd). Við nánari athugun kom í ljós að þetta er hluti af steinrunnum viðardrumbi. Þegar ég sagði Leifi Sveinbjömssyni, móðurbróð- ur mínum og bónda á Hnausum, frá steininum sýndi hann mér rúmlega lófastórt brot af steinrunnum trjáberki sem einnig fannst í Vatnsdalsfjalli fyrir allnokkmm ámm, í landi Hnausa, nokkru norðar og ofar í fjallinu. Leifur, sem er fæddur í Hnausum árið 1919 og hefur búið þar alla tíð veit ekki til þess að aðrir steingervingar hafi fundist þar um slóðir. Steingerv- ingarnir sýna að á tertíertímabilinu, líklega fyrir 5-6 milljón árum, hefur vaxið skógur með gildum trjám á þessum slóðum. Ekki er mér kunnugt um neinar ritaðar heimildir um að slflcir steingervingar hafi áður fundist þar í fjallinu. Vitað er að sprek og trjástubbar hafa fundist í uppgreftri í næsta nágrenni, en þær skógarleifar munu vera frá síðustu árþúsundum. Því má við bæta til fróð- leiks að nokkuð neðan við fundarstað steinsins er tóft- arbrot. Þar mun bærinn Skíðastaðir hafa staðið en samkvæmt Skarðsárannál eyddist hann x skriðu árið 1545 og fórust 14 manns. Á síðustu áratugum hafa fund- ist mannabein þar sem skrið- an stöðvaðist á flatlendinu austan við Hnausa. Talið er að þjóðsagan um stúlkuna og hrafninn hafi gerst á Skíða- stöðum í Húnaþingi. 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.