Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 21
fannst í Svíþjóð (lítið magn þess fannst í
málmgrýtinu yttría, sjá 5. flokk). Flest
heiti frumefnanna í þessum flokki skýra
sig sennilega sjálf. Latnesk nöfn Frakk-
lands og Rússlands koma fram í nöfnum
frumefnanna gallíum og rúþeníum; Marie
Curie uppgötvaði póloníum, en hún var
fædd og uppalin í Póllandi.
Nýrri nöfn í þessum flokki eru
kaliforníum, berkelíum og ameríkíum, öll
uppgötvuð við Kaliforníuháskólann í
Berkeley í Bandaríkjunum af rannsóknar-
hópi undir stjórn nóbelsverðlaunahafans
Glenn Theodore Seaborg.
7. FLOKKUR
NöFN TENGD LIT
I þessum flokki eru níu frumefni: cesíum,
indíum, iridíum, joð, klór, króm, rhódíum,
rúbidíum og thallíum.
Ur þessum flokki verður sagt frá fimm
frumefnum sem fundust á árabilinu 1774-
1811, þ.e. frumefnunum klór, joð, króm,
ródíum og iridíum. Við nafngiftina virðist
yfirleitt hafa verið stuðst við lit frum-
efnisins sjálfs eða lit af þekktu efnasam-
bandi sem frumefnið myndar og í öllum
tilvikum má tengja nöfnin grískum orðum.
Byrjum á halógenunum tveimur: Nafnið
klór er dregið af gríska orðinu khloros,
sem þýðir gulgrænn og lýsir lit klórgufu; á
sama hátt er joð dregið af gríska orðinu
ioeides sem þýðir fjólublár og er litur
joðgufu. Króm er leitt af khroma (gríska)
sem þýðir einfaldlega litur og tengist því
að mismunandi efnasambönd króms eru
mismunandi á litinn. Þá er að nefna tvö
frumefni sem bæði draga nafn af litum
vatnslausna málmsaltanna: Rhódíum er
dregið af gríska orðinu rhodon sem þýðir
rós, og vatnslausnir ródíumsalta eru rauð-
ar. Nafn iridíums er dregið af orðinu iris
sem þýðir regnbogi á grísku ^ það er í
ágætu samræmi við litskrúðugar vatns-
lausnir iridíumefnasambanda.
Þau fjögur frumefni sem eftir eru
fundust öll á fjórum árum milli 1859 og
1863 í kjölfar uppgötvunar Bunsens og
Kirchhoffs á litrófsgreiningu; nöfn þeirra
eru leidd af latneskum heitum lita sem
tengjast línum í útgeislunarrófum þeirra.
■ 8. FLOKKUR
Nöfn tengd öðrum
EIGINLEIKUM EN LIT
í þessum flokki eru átta frumefni:
antímón, bróm, fosfór, nitur/köfnunarefni,
osmíum, súrefni/ildi, vetni og zink.
Uppgötvun fosfórs er elsta uppgötvun
frumefnis þar sem hægt er tengja fundinn
ákveðnum manni. Það var þýski gull-
gerðarmaðurinn Hennig Brandt sem upp-
götvaði ■ fosfór fyrstur manna árið 1669,
við leit sína að viskusteininum sem breytt
gæti óæðri málmum í gull. Hann hefur
hugsanlega talið sig hafa haft árangur sem
erfiði þegar hann tók eftir ljósi frá eim-
ingartækjum sínum, sem innihéldu upp-
gufað þvagefni. Eitt af því sem hann gerði
var nefnilega að láta þvagefni rotna í
nokkra daga áður en það var soðið niður;
afganginn, seigfljótandi massa, eimaði
hann við hátt hitastig og þétti gufuna ofan
í vatn. Þá fékkst fyrrgreint frumefni sem
hvítt vaxkennt efni sem lýsti af þegar það
komst í snertingu við loft. Þekkt var á
þeim tíma að til voru steindir sem gátu
geftð frá sér daufan ljósbjarma í myrkri og
á miðöldum voru öll slík sýni nefnd fos-
fór = ljós-beri. Nafnið fosfór var að lokum
einungis notað um frumefni nr. 15.
Á seinni hluta 18. aldar voru gerðar
endurbætur á nafnakerfinu. Á því við-
burðaríka ári 1789 gaf Antoine Laurent
Lavoisier út frumefnatöflu með mörgum
nýjum nöfnum og nýjum frumefnum.
Hann áleit að nöfn allra nýrra frumefna
ættu að veita upplýsingar um eiginleika
þeirra. Nöfn súrefnis og köfnunarefnis eru
ágæt dæmi um þessa hugmynd hans.
Byrjum á súrefni: 1 kenningu Lavoisiers
um sýrur, sem hann setti fram árið 1774,
kemur m.a. fram að hann taldi að allar
sýrur innihéldu súrefni. Þremur árum
síðar, árið 1777, nefndi hann viðkomandi
frumefni oxygen í samræmi við þessa
251