Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 39
landi. Aðeins ein vök fannst þar sem
gasstreymi var talið nægjanlegt til
sýnatöku (4. mynd) og var hún syðst á
svæðinu, um 250 m frá landi, þar sem
vatnsdýpi er um 20 m. Vökin var spor-
öskjulaga, 50X70 cm. Steinþór
Eiríksson á Egilsstöðum tók sýni við
Hreiðarsstaði 1963 og samkvæmt
upplýsingum hans var það sýni tekið
a.m.k. 500 m til norðausturs frá
þessum stað.
Vallholt
Uppstreymið við Vallholt var skoðað
21. mars 1984 og aftur 25. febrúar
1985 og sýni tekin í bæði skiptip.
Gasið kemur upp í möl og sandi í
eystri bakka Jökulsár, undir lágum
kletti þar sem áin liggur upp að
austurhlíð dalsins. Uppstreymissvæð-
ið er mjög lítið og er mesta fjarlægð
milli uppstreymisopa um 20 m. Sýni
hafa oftast verið tekin hér vegna þess
hve uppstreymið er aðgengilegt og ekki
þarf að nálgast það á ísi. Spurnir eru af
uppstreymi víðar á eyrunum en var ekki
athugað nánar.
Ósar Jökulsár
Stærsta uppstreymissvæðið er framundan
ósum Jökulsár (5. mynd). Gasið streymir
upp í stórum vökum á um 500 m breiðu
belti og teygir uppstreymið sig lengra til
norðurs með bökkunum en fyrir miðju
fljóti. Ekki var hægt að komast að vökun-
um vegna þess hve ísinn var þunnur og
sýnataka því óframkvæmanleg. Dýpi á
þessu svæði er allt að 40 m.
Buðlungavellir
Þetta svæði var skoðað og sýni tekið 25.
febrúar 1985 og voru aðstæður eins og
þegar sýni var tekið við Hreiðarsstaði dag-
inn áður. Gasuppstreymið er undan landi
eyðibýlisins Buðlungavalla, ú á víkinni
þar sem Klifá fellur í Fljótið. Vakirnar eru
norðantil á víkinni, um 300 m frá landi. Þar
er dýpi liðlega 60 m. Þær voru 5 talsins,
allar 0,5-1 m í þvermál, en þunnur ís næst
þeim. Fjórar þær nyrstu röðuðu sér á 10 m
4. mynd. „Nautavakir“ undan Hreiðarsstöðum.
Sýnataka undirbúin 25. febrúar 1985. Ljósm.
Sigmundur Einarsson.
5. mynd. Gasuppstreymi við sunnanvert
Lagarfljót.
langa beina línu með stefnu NA-SV (6.
mynd) en fimmta vökin var um 30 m í
suður frá hinum vökunum.
269