Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 57
einvalalið leiðsögumanna, þá Guðmund A. Guðmundsson, Gunnlaug Pétursson og Gunnlaug Þráinsson. Veður var bjart en bálhvasst á norðan og frost. Varð því minna um skoðun en til stóð, en einkum átti að huga að hánorrænum fargestum á leið frá vetrarstöðvum í Evrópu til varp- stöðva í Kanada og Grænlandi, m.a. mar- gæs og rauðbrystingi. Lagt var upp um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni en komið aftur undir kaffileytið. Varð ferðin styttri en til stóð vegna veðursins, sem tvímælalaust kom einnig niður á þátttöku. 15 manns voru í ferðinni. Fararstjóri var Guttormur Sigbjarnarson. Umhverfisskoðun Umhverfisskoðunarferð var farin suður í Krýsuvík laugardaginn 12. júní. Aðal- leiðsögumaður var Guðrún Gísladóttir, landfræðingur hjá Háskóla íslands, sem m.a. hefur rannsakað uppblástur jarðvegs í Krýsuvíkurheiði. Veður var ekki óhagfellt, lofthiti um og yfir 10°C, hæg austanátt, þokuloft til sjávar en rak af og á til lands- ins með sólarglætum á milli. Farið var um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni og ekið suður til Krýsuvíkur. Var staldrað á nokkr- um stöðum á leiðinni, en bíllinn svo yfir- gefinn við Ögmundarhraun, vestur frá Borgarhóli. Var þaðan gengið niður með hrauninu og um ruddan stíg yfir austurtagl þess í Húshólma. Þar voru skoðaðar rúst- irnar af Fornu-Krýsuvík, sem hraunið hefur að hluta til kaffært en að hluta til runnið inn í. Farið var þaðan niður að sjó og með honum, utan í hrauninu, austur á Krýsuvíkurbjarg. Af bjarginu var gengið upp að eyðibýlinu á Fitjum og upp á Stráka, en þaðan svo upp heiði. Rofabörð og flög blasa við á þeirri leið. Kaffihlé var gert hjá Gömlu-Krýsuvík og skoðaðar bæjartættur og önnur forn mannvirki. Þaðan var gengið á og umhverfis Arnarfell og aftur til baka. Síðan var sigið heim á leið og komið til baka um kl. 18:30 á Umferðarmiðstöðina. Þátttakendur í ferð- inni voru 20, en fararstjórar voru Frey- steinn Sigurðsson og Guttormur Sig- bjarnarson. SóLSTÖÐUFERÐ Sólstöðuferð var farin vestur á Mýrar og í Hnappadal helgina 19. og 20 júní. Leið- sögumenn voru Árni Waag, náttúrufræð- ingur, og Birgir Jónsson, jarðverkfræðing- ur, sem báðir eru gjörkunnugir um þessar slóðir. í laugardaginn (19. júní) var veður þægilegt, lofthiti um og yfir 10°C, hæg- viðri og skýjað en þurrt. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 og ekin þjóðleið vestur í Borgarnes. Þaðan var ekið niður á Álftanes og staðnæmst við kirkjuna. Þá var stórstraumsfjara og gengu þeir sem vaðskóaðir voru út um fjörur og leirur að skoða fugla og annað fjörulíf. Eftir hressingu á kirkjuhólnum var ekið vestur með sjó hið ytra og staldrað næst hjá Vogi, þar sem skoðaður var gróður og skimað út til Hvalseyja og yfir Löngu- fjörur. Þaðan var ekið upp í Hítardal og upp að Hítarvatni. Þar gengu sumir á Hólminn en aðrir skoðuðu leifar kvik- myndabæjar vestan vatnsins. Frá Hítar- vatni var haldið að Laugagerðisskóla við Kolviðarneslaug, þar sem var gist, sumir í tjöldum, aðrir í svefnpokaplássi í skóla- stofum og enn aðrir í vandaðri gistingu á sumarhótelinu, Hótel Eldborg. Veður var kyrrt og notalegt um kvöldið og notuðu það margir til að spóka sig um staðinn. Á sunnudaginn var veður enn frekar svalt, norðaustangola og bjart, en síðdegis dró upp með suðvestanhægviðri og skúrum. Lagt var upp um kl. 10 og ekið að Syðra-Skógsnesi, þar sem gengið var út um fjörur, sker og eyjar á lágfirinu fram yfir hádegi og hugað að fuglum og fjörulífi. Þar var snúið aftur og farið upp að Ytri-Rauðamelskúlu. Var svo gengið að hinni víðfrægu Rauðamelsölkeldu, en grunnvatn stóð lágt og ekkert vatn var í ölkeldunni, aðeins suð í kolsýru- uppstreyminu. Svo var haldið áfram til baka og niður að Snorrastöðum. Þaðan var gengið yfir skógi vaxið hraunið að hinni frægu Eldborg á Mýrum, gengið á borgina og notið útsýnisins út um fjörur og upp til fjalla. Var svo haldið heim á leið með viðeigandi viðkomum og komið aftur til Reykjavíkur snemma kvölds. Þátttakendur 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.