Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 55
Lausn hagkreppunnar er ekki á valdi HÍN en af hálfu stjórnar og ritstjóra er unnið að úrbótum á tímariti félagsins og efni þess. Fjárhagsstaða félagsins er vonum framar, þrátt fyrir fækkun greiðandi félaga og kostnaðarsama bókarútgáfu á árinu. Hag- ræðing í rekstri félagsins og útgáfu Nátt- úrufræðingsins hafa leitt til umtalsverðs sparnaðar, auk þess sem líka er búið að greiða að fullu kostnað af Náttúru Mý- vatns, afmælisriti félagsins, sem út kom 1991. Aðsókn að fræðslufundum félagsins jókst heldur frá fyrra ári, en hún virðist vera nokkur vísir á hugardoða og þjóð- félagskreppur, því að aðsóknin hefur jafnan minnkað þegar kreppa og húgarvfl hafa verið ráðandi á landinu. Einnig jókst þátttaka í ferðum félagsins til muna, þrátt fyrir áframhaldandi rýmun á þjóðarhag. Þetta hvort tveggja eru batamerki. Nokkur von er þvr um betri hag félagsins á næst- unni. Reikningar félagsins Gjaldkeri, Ingólfur Einarsson, kynnti reikninga félagsins og voru þeir sam- þykktir án athugasemda. Útgjöld hafa verið veruleg undanfarið vegna bóka- útgáfu („Náttúra Mývatns“ 1991, „Villt íslensk spendýr“ 1993, í samvinnu við Landvernd) og vegna þess hala á útgáfu Náttúrufræðingsins sem þarf að vinna upp. Ymsar aðgerðir hafa leitt til betri nýtingar fjármuna og þar með sparnaðar. Nokkurt fé er í sjóði, en þess þarf líka með til að mæta fyrirsjáanlegum útgjöldum. Fuglafriðunarnefnd og Dýra verndunarnefnd Flutt var skýrsla frá Agnari Ingólfssyni um störf hans í Fuglafriðunarnefnd. Nefnd þessi verður lögð niður þegar og ef frumvarp til laga um vernd og veiðar villtra fugla og spendýra verður að lögum (frumvarp þetta varð, með litlum breyt- ingum, að lögum árla árs 1994, og Fugla- friðunarnefnd þar með lögð niður). Sig- urður H. Richter, fulltrúi í Dýraverndunar- nefnd, l'lutti athyglisverða skýrslu um störf nefndarinnar. Félagsgjöld Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld var samþykkt einróma, 3.000 kr. fyrir ein- stakling og 3.600 kr. fyrir hjón. Samþykkt var einnig tillaga stjórnar um sérstakt skólafélaga- eða ungmennaárgjald, sem væri 2.000 kr. og ungmenni, 23 ára eða yngri, nytu. Fólk á þeim aldri er oft félítið, hvort sem er vegna náms eða heimilis- stofnunar. Var talið vert að koma til móts við þetta fólk og auðvelda því aðgang að Náttúrufræðingnum, auk annars. Lagabreyting Samþykkt var einróma tillaga frá stjórn HÍN um eftirfarandi lagabreytingu: Við 8. grein bætist eftirfarandi setning: „Félaga- talið má þó birta félagsmönnum sér, eða með öðrum hætti.“ Stjórnarkjör Úr stjórn áttu að ganga formaðurinn, Freysteinn Sigurðsson, og stjórnarmenn- irnir Gyða Helgadóttir og Ingólfur Einars- son. Formaður gaf kost á sér til endurkjörs og var kjörinn einróma og án mótfram- boðs. Ingólfur Einarsson gaf kost á sér til endurkjörs en Gyða Helgadóttir ekki. Með tillögu frá stjóm var stungið upp á Þóru Elínu Guðjónsdóttur í stjórnina, og voru þau Ingólfur bæði kjörin einróma og án mótframboðs. Fyrir hönd stjómar afhenti formaður Gyðu eintak af Þingvallabókinni sem þakkarvott fyrir langt og gott starf í þágu félagsins. Tillaga kom frá stjóm urn varamenn í stjórn, þá Helga Guðmunds- son, leiðsögumann og kennara, og Guð- mund Halldórsson, plöntusjúkdómafræð- ing. Voru þeir einróma kjörnir án mót- framboðs. Endurskoðendur og varaendur- skoðandi voru endurkjörnir án mótfram- boðs, þeir Magnús Árnason og Sveinn Ólafsson sem endurskoðendur og Ólafur Jónsson sem varaendurskoðandi. ÖNNUR MÁL Undir liðnum „önnur mál“ kom fram tillaga til ályktunar frá Hilmari J. Malm- quist. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykkt og hljóðar hún svo: „Aðalfundur 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.