Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 53
Skýrsla um hið íslenska
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG FYRIR
ÁRIÐ 1993
amkvæmt lögum Hins íslenska
náttúrufræðifélags skal for-
maður félagsins birta ' skýrslu
um starfsemi þess í Náttúru-
frœðingnum árlega. Hefur þessi háttur
verið hafður á allt frá árinu 1952 er
Náttúrufræðingurinn var gerður að
félagsriti en fram til þess hafði tíma-
ritið aðeins verið selt í áskrift.
■ FÉLAGAR
í árslok 1993 voru félagar og áskrifendur
1552 talsins. Hafði þeim fækkað um 81 á
árinu. Heiðursfélagar voru 10, en 3 félags-
menn voru kjömir heiðursfélagar á aðal-
fundi félagsins 20. febrúar 1993, þeir Jón
Jónsson, jarðfræðingur, sem manna mest
hefur skrifað í Náttúrufræðinginn, Eyþór
Einarsson, grasafræðingur, og Þorleifur
Einarsson, jarðfræðingur, en þeir voru
báðir um árabil formenn félagsins og þess
utan óþreytandi að sinna erindum og þörf-
um félagsins á ýmsar lundir. Kjörfélagar
voru 7, ævifélagar 19, en almennir félagar
innanlands 1265. Skólafélagar voru 63,
félagar og stofnanir erlendis 58, en 130
stofnanir innanlands voru áskrifendur að
Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í
jarðfræði frá Háskólanum f Kiel í Þýskalandi árið
1974. Freysteinn hefur starfað hjá Orkustofnun æ
síðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu-
vatnsrannsóknir og jarðfræðikortagerð. Hann hefur
verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá
1990.
FREYSTEINN SIGURÐSSON
Náttúrufræðingnum. Á árinu létust 11
félagar, 76 sögðu sig úr félaginu, en 82
félagar bættust við á árinu, þar af 43
skólafélagar. Vegna vanskila um árabil
voru 77 félagar strikaðir út af félagaskrá.
■ STJÓRN OG STARFSMENN
Á aðalfundi HÍN 20. febrúar 1993 voru
stjórn og embættismenn allir endurkjörnir.
Stjórn félagsins var 1993 skipuð sem hér
segir: Formaður Freysteinn Sigurðsson,
varaformaður Hreggviður Norðdahl,
gjaldkeri Ingólfur Einarsson, ritari Gyða
Helgadóttir, meðstjórnandi Sigurður S.
Snorrason. Varamenn í stjórn voru Einar
Egilsson og Þóra Elín Guðjónsdóttir.
Endurskoðendur voru Magnús Árnason og
Sveinn Ólafsson en varaendurskoðandi
Ólafur Jónsson.
Fulltrúi HIN í Fuglafriðunarnefnd var
Agnar Ingólfsson, prófessor, en í Dýra-
verndunarnefnd Sigurður H. Richter, líf-
fræðingur. Fulltrúi HÍN á Náttúruverndar-
þingi 1993 var Freysteinn Sigurðsson,
formaður HÍN, en fulltrúar á aðalfundi
samtakanna Landverndar voru Freysteinn
Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson.
Framkvæmdastjóri félagsins var Guttorm-
ur Sigbjamarson, útbreiðslustjóri var
Erling Ólafsson en ritstjóri Náttúrufræð-
ingsins var Sigmundur Einarsson. Fram-
kvæmdastjóri sá um undirbúning að ferð-
um félagsins og fræðslufundum, ritstjórn
og útgáfu fréttabréfs, undirbúning stjórn-
arfunda og annarra fundarhalda, skrif-
Náttúnifræðingurinn 64 (4), bls. 283-289,1995.
283