Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 37
2. mynd. Tuskuvakir á ísnum á Urriðavatni vorið 1977.
Ljósm. Rúnar Sigfússon.
Leó tekur ekki afstöðu til upp-
runa gassins en segir að Gold
telji að þarna geti verið um að
ræða djúpgas, þ.e. gas ættað úr
iðrum jarðar.
OrkUSTOFNUN 1983-1992
Árið 1983 hóf Orkustofnun
rannsóknir á gasinu að nýju að
tilhlutan Hafsbotnsnefndar sem
starfaði á vegum Iðnaðarráðu-
neytisins. Eitt af hlutverkum
nefndarinnar var að kanna hvort
olía fyndist innan íslensku efna-
hagslögsögunnar. Niðurstöður
rannsókna Jóns Jónssonar og
D.G. Fallen Bailey bentu ein-
dregið til að um mýragas væri
að ræða. Fyrir því skorti hinsvegar
óyggjandi sannanir. Við þetta bættist að
Thomas Gold taldi að þarna gæti verið á
ferðinni gas úr iðrum jarðar og kanna
þurfti hvort það álit hans gæti átt við rök að
styðjast. Var okkur falið að sjá um rann-
sóknimar fyrir hönd Orkustofnunar og
birtust niðurstöður í skýrslu frá stofnuninni
árið 1987. Efni þessarar greinar er að
miklu leyti byggt á henni.
■ KOLVETNISGÖS OG
UPPRUNI ÞEIRRA
Kolvetni kallast þau efni sem eingöngu
innihalda kolefni (C) og vetni (H). Metan-
gas CH4 er einfaldasta kolvetnið og er það
loftkennt (gas) við venjuleg skilyrði. Eftir
því sem sameindirnar stækka (kolefnis- og
vetnisatómum fjölgar) hækkar suðumark
kolvetnanna. Kolvetni með 1-5 C-atóm í
sameind eru gastegundir við venjuleg
skilyrði (t.d. própangas C3Hg og bútangas
C,H,„). Ef 6-20 C-atóm eru í sameind
mynda þau fljótandi olíur (t.d. oktan
CgH|8) en lengri kolvetniskeðjur mynda
tjöru og bik.
Utan jarðhitasvæða er yfirleitt talið að
skipta megi kolvetnisgösum í tvo hópa
eftir uppmna, þ.e. lífmynduð og hita-
mynduð gös.
LíFMYNDUÐ KOLVETNISGÖS
Talið er að lífmyndað gas sé oftast myndað
í tveimur þrepum. Fyrst myndast C02 (kol-
díoxíð) úr rotnandi lífrænum leifum og H,
(vetni) úr vatni fyrir tilverknað metanfæl-
inna örvera, en þessi tvö gös sameinast
síðan með aðstoð metanmyndandi örvera.
C02 + 4H2--->CH4 + 2H20 (1)
Metangas, sem að öllum iíkindum er
lífmyndað, hefur t.d. fundist í ísafjarðar-
höfn og sögur fara af gasuppstreymi í Bol-
ungarvík, víðar á Vestfjörðum, í Hauka-
dalsvatni og Vestur-Hópi.
Hitamynduð kolvetnisgös
Við frekari þroska myndast lengri kol-
efniskeðjur fyrir tilverknað hita og þrýst-
ings. Suðumark kolvetnanna hækkar og
töluverður hluti þeirra verður að olíu.
Gasið er þá talið hitamyndað. Seinna meir
geta keðjumar lengst meira, og föst efni
myndast. Að lokum kemur að því að erfitt
verður að brjóta niður hinar löngu keðjur.
Við þann háa hita sem oft ríkir á miklu
dýpi sundrast lengri gösin og mynda aftur
metan og loks grafít. Hitamynduð kol-
vetnisgös enda því að mestu leyti sem
metangas.
Á miklu dýpi á olíusvæðum kemur fyrir
gas sem er eingöngu metan og talið mynd-
267