Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 26
17 ættkvíslum. Þær tvær tegundir sem flækjast til Evrópu frá N-Ameríku eru hins vegar báðar af síðari undirættinni en til hennar teljast 28 tegundir í 11 til 14 ætt- kvíslum. Gaukar eru meðalstórir, grannvaxnir fuglar með langt stél. Einkenni á fuglum af gaukaættinni er m.a. að tvær tær snúa fram og tvær aftur. Erfitt er að sjá þetta einkenni í mörkinni. Nef gauka er meðal- langt, grannvaxið og örlítið bogið. Allir þeir gaukar sem sést hafa í Evrópu eru skordýraætur. Erfitt er að kyngreina gauka í náttúrunni en ekki ómögulegt. Gaukur (Cuculus canorus) Gaukur er fremur algengur varpfugl um mestalla Evrópu og Asíu, allt norður að 70° norðlægrar breiddar. Þar heldur hann sig í fjölbreyttu kjörlendi, m.a. gisnum trjágróðri, görðum og jafnvel heiðum. Erf- itt hefur reynst að ákvarða þéttleika varp- fugla en nokkur merki eru um fækkun und- anfarin ár. Tegundinni hefur verið skipt í fjórar deilitegundir en af þeim er aðeins C. c. canorus líkleg til að sjást hérlendis. Fuglar frá Evrópu og V-Asíu hafa vetur- setu í mið- og suðurhluta Afríku en fuglar frá A-Asíu hafa vetursetu í SA-Asíu. Flestir gaukar koma á varpstöðvarnar í V- Evrópu í síðari hluta aprflmánaðar. Full- orðnir fuglar fara að leita til vetrarstöðv- anna í júlí og eru þeir flestir famir fyrir miðjan ágúst í nágrannalöndum okkar. Ungfuglar em seinna á ferðinni og er aðal- fartími þeirra síðari hluti ágústmánaðar. Gaukar ferðast oftast einir eða í litlum hópum. Til eru tvö litarafbrigði af gaukum, gráir fuglar og brúnir. Brúna litarafbrigðið er eingöngu til hjá kvenfuglum og ungfugl- um. Brúnir kvenfuglar em tiltölulega sjaldgæfir en brúnir ungfuglar eru algeng- ari. Kyngreining grárra gauka er erfið en þó getur verið nokkur litarmunur á kynj- um; kvenfuglamir eru brúnleitari og oft með brúnleitan kraga um hálsinn. Ung- fuglar eru svipaðir fullorðnum fuglum en eru brúnleitari og hafa hvítan, oft nokkuð áberandi, blett í hnakka. Gaukar verpa eggjum sínum í hreiður annarra fugla, enda era þeir ófærir um að klekja út eggjum sínum sjálfir. Þekktar em yfir 100 tegundir fugla sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu sníkjuvarpi, þeirra á meðal þúfutittlingur, maríuerla, mnntítla, sefsöngvari, garðsöngvari og glóbrysting- ur. Þessar tegundir eiga það allar sam- eiginlegt að vera mun minni en gaukurinn. Varptíminn er frá byrjun maí og allt fram í júlí og ræðst hann af því hvenær tilvonandi fósturforeldrar unganna verpa. Hver kvenfugl helgar sér umráðasvæði þar sem hann verpir ár eftir ár. Hann sérhæfir sig í einni tegund fugla, yfirleitt þeirri sem ól hann upp. Eggin em marg- breytileg að lit en hver kvenfugl verpir ávallt eggjum sömu gerðar. Þau líkjast eggjum þeirrar tegundar sem viðkomandi kvenfugl ólst upp hjá. Eggin era mjög lítil miðað við stærð fuglsins, litlu stærri en þúfutittlingsegg. Að jafnaði verpir hver kvenfugl um 10 eggjum á sumri en ein- staka kvenfuglar verpa allt að 25 eggjum. Um leið og kvenfuglinn laumar eggi sínu í hreiðrið tekur hann eitt eða tvö af þeim eggjum sem fyrir era. Oftast verpir gauk- urinn í hreiður sem ekki er að fullu orpið í en fyrir kemur að hann verpir í hreiður með ungum í. Algengt er að fósturforeldrarnir yfirgefi hreiðrið eftir að gaukur hefur orpið eggi sínu í það. Yfirgefi þeir hreiðrið ekki klekja þeir út gauksegginu og tekur það aðeins rúma 12 sólarhringa. Nokkram klukkustundum eftir að gauksunginn skríður úr egginu hreinsar hann til í hreiðr- inu. Hann sparkar úr því ungum og eggjum fósturforeldranna með miklum erfiðis- munum. Hann er þá enn blindur. Fóstur- foreldrarnir ala ungann þar til hann er fær um að bjarga sér sjálfur, en það tekur nokkrar vikur eftir burðum fósturforeldra og umhverfisaðstæðum. Fyrir kemur að fósturforeldramir fái aðstoð nálægra fugla við fæðuöflun handa gauksunganum. Davies og Brooke rannsökuðu viðbrögð nokkurra fuglategunda við eftirlíkingum af gaukseggjum (Davies og Brooke 1989). I ljós kom að sumar tegundir algengra 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.