Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 58
í ferðinni voru 22, en fararstjóri var Frey- steinn Sigurðsson. Langa ferðin Langa ferðin var farin 23.-25. júlí á afrétti Hreppamanna. Leiðsögumenn voru Eyþór Einarsson, grasafræðingur, og jarðfræð- ingarnir Ingibjörg Kaldal og Skúli Vík- ingsson. Höfðu leiðsögumenn tekið saman 8 blaðsíðna leiðarvísi fyrir ferðina. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni upp úr kl. 9, föstudaginn 23. júlí, og ekið austur Suðurland, upp Skeið og upp í Þjórsárdal. Prýðisveður var, lofthiti 14°C um morguninn í Reykjavík en 8°C í Setri um kvöldið, hæg norðaustanátt, léttskýjað og þurrt, nema hvað skúr gerði í Skúms- tungum upp úr hádeginu. Hádegishlé var gert uppi á Sandafelli austanverðu, með útsýn inn yfir Hekluslóðir, Þjórsártungur og upp til Hofsjökuls. Þar skýrði Eyþór mun láglendisgróðurs og hálendisgróðurs, en jarðfræðingarnir skýrðu myndun malarhjalla í jökullónum, sem stífluð voru uppi af hjaðnandi jöklum í lok ísaldar, fyrir um 10.000 árum. Áfram var svo haldið og stefnt inn á Gljúfurleit við Þjórsá. I leiðinni var staldrað við og skoðaður lítill en snotur jökulgarður, sem liggur þvert um veginn. Komið var við hjá gangnamannaskálanum í Gljúfurleit og horft yfir hinn þrönga dal Þjórsár. Þaðan var farið inn yfir Dalsá og gert kaffihlé í Bjarnarlækjarbotnum innri, við gangna- mannaskálann. Þar vella upp kröftugar lindir á grónum grasbölum. Haldið var áfram, yfir Miklalæk, en þar er nokkuð þröngt yfirferðar, inn yfir Kisu og upp um Norðlingaöldu. Komið var inn í Setur, hinn glæsilega fjallaskála ferðaklúbbsins 4x4, um kl. 19 um kvöldið. Skáli þessi er í senn einkar haganlega útbúinn og sérlega þrifalega um gengið þar í hvívetna. Er frágangur og umgengni í samræmi við það stefnumið ferðaklúbbsins á ökuferðum sínum, að ferðast akandi án landspjalla. Fengin hafði verið gisting í skálanum og kann HÍN ferðaklúbbnum 4x4 beslu þakkir fyrir þau afnot. Notfærðu flestir sér gistinguna, en nokkrir slógu þó tjöldum í fjallgolunni. Um kvöldið gengu margir upp yfir hrygginn að baki skálans og skoðuðu hið fagra bólstrabergsgljúfur Blautukvíslar og strjálan öræfagróðurinn. Laugardaginn 24. júlí var enn sæmilega hlýtt, 10 til 15°C, en stíf norðaustan átt og moldrok víða, þurrt, léttskýjað og sólfar, en svalt um kvöldið. Lagt var upp um kl. 10 og ekið niður í átt til Hnífár. Er þar farið um einhverja stærstu sethjalla á hálendinu, en þeir mynduðust sem óseyrar jökulvatna út í lón, sem stífluð voru upp við jaðar hjaðnandi austanjökulsins (frá Vatnajökulssvæðinu) í ísaldarlokin. Þar áður náðu jöklar norður á Kjöl, beggja vegna Kerlingarfjalla. Ekið var austur yfir Hnífá og upp undir Blautukvísl, en þar eru sethjallar, malarásar og jökulker sunnan við kvíslina. Var þar snúið aftur og ekið rakleiðis niður á Norðlingaöldu, þó að sandbrekkur væru þungar undir börðum á stöku stað. Undir öldunni var snúið inn fyrir Hnr'fá aftur, niðri við Þjórsá og farið inn að gangnamannaskálanum í Tjarnar- veri. Þar var áð en jafnframt litið á rústa- gróður við skálann. Enn var snúið aftur og farið niður fyrir Hnífá og Kisu. Haldið var áfram sömu leið til baka niður í Þjórsárdal, með viðeigandi hléum, en þar var lögð lykkja á leiðina til að skoða Háafoss. Horfið var frá því að fara vestur Línuveg, vegna áliðins dags og lélegs skyggnis. Þess í stað var ekið niður í byggð með viðkomu í Gjánni í Þjórsárdal. Þaðan var ekið um Hreppa að Flúðum, en þangað var komið undir kl. 19 um kvöldið. Tóku þar sumir gistingu á hótelinu eða í svefnpoka- plássum í skólanum en aðrir tjölduðu í skjóli undan skólavegg, því að komin var norðaustangjóla og kólnandi. Sunnudaginn 25. júlí var fremur svalt, hiti um og innan við 10°C, nokkuð stíf norðaustanátt og sá víða í moldrok, skýjað en þurrt og stundum sólarglæta. Lagt var upp um kl. 10 og ekið upp Hrunamanna- hrepp og upp á afrétt. Lítið var staldrað fyrr en áð var í Svínárnesi, en síðan var haldið inn yfir Rauðá og inn í Leppis- tungur, fram hjá Miklumýrum og meðfram 288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.