Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 58
í ferðinni voru 22, en fararstjóri var Frey- steinn Sigurðsson. Langa ferðin Langa ferðin var farin 23.-25. júlí á afrétti Hreppamanna. Leiðsögumenn voru Eyþór Einarsson, grasafræðingur, og jarðfræð- ingarnir Ingibjörg Kaldal og Skúli Vík- ingsson. Höfðu leiðsögumenn tekið saman 8 blaðsíðna leiðarvísi fyrir ferðina. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni upp úr kl. 9, föstudaginn 23. júlí, og ekið austur Suðurland, upp Skeið og upp í Þjórsárdal. Prýðisveður var, lofthiti 14°C um morguninn í Reykjavík en 8°C í Setri um kvöldið, hæg norðaustanátt, léttskýjað og þurrt, nema hvað skúr gerði í Skúms- tungum upp úr hádeginu. Hádegishlé var gert uppi á Sandafelli austanverðu, með útsýn inn yfir Hekluslóðir, Þjórsártungur og upp til Hofsjökuls. Þar skýrði Eyþór mun láglendisgróðurs og hálendisgróðurs, en jarðfræðingarnir skýrðu myndun malarhjalla í jökullónum, sem stífluð voru uppi af hjaðnandi jöklum í lok ísaldar, fyrir um 10.000 árum. Áfram var svo haldið og stefnt inn á Gljúfurleit við Þjórsá. I leiðinni var staldrað við og skoðaður lítill en snotur jökulgarður, sem liggur þvert um veginn. Komið var við hjá gangnamannaskálanum í Gljúfurleit og horft yfir hinn þrönga dal Þjórsár. Þaðan var farið inn yfir Dalsá og gert kaffihlé í Bjarnarlækjarbotnum innri, við gangna- mannaskálann. Þar vella upp kröftugar lindir á grónum grasbölum. Haldið var áfram, yfir Miklalæk, en þar er nokkuð þröngt yfirferðar, inn yfir Kisu og upp um Norðlingaöldu. Komið var inn í Setur, hinn glæsilega fjallaskála ferðaklúbbsins 4x4, um kl. 19 um kvöldið. Skáli þessi er í senn einkar haganlega útbúinn og sérlega þrifalega um gengið þar í hvívetna. Er frágangur og umgengni í samræmi við það stefnumið ferðaklúbbsins á ökuferðum sínum, að ferðast akandi án landspjalla. Fengin hafði verið gisting í skálanum og kann HÍN ferðaklúbbnum 4x4 beslu þakkir fyrir þau afnot. Notfærðu flestir sér gistinguna, en nokkrir slógu þó tjöldum í fjallgolunni. Um kvöldið gengu margir upp yfir hrygginn að baki skálans og skoðuðu hið fagra bólstrabergsgljúfur Blautukvíslar og strjálan öræfagróðurinn. Laugardaginn 24. júlí var enn sæmilega hlýtt, 10 til 15°C, en stíf norðaustan átt og moldrok víða, þurrt, léttskýjað og sólfar, en svalt um kvöldið. Lagt var upp um kl. 10 og ekið niður í átt til Hnífár. Er þar farið um einhverja stærstu sethjalla á hálendinu, en þeir mynduðust sem óseyrar jökulvatna út í lón, sem stífluð voru upp við jaðar hjaðnandi austanjökulsins (frá Vatnajökulssvæðinu) í ísaldarlokin. Þar áður náðu jöklar norður á Kjöl, beggja vegna Kerlingarfjalla. Ekið var austur yfir Hnífá og upp undir Blautukvísl, en þar eru sethjallar, malarásar og jökulker sunnan við kvíslina. Var þar snúið aftur og ekið rakleiðis niður á Norðlingaöldu, þó að sandbrekkur væru þungar undir börðum á stöku stað. Undir öldunni var snúið inn fyrir Hnr'fá aftur, niðri við Þjórsá og farið inn að gangnamannaskálanum í Tjarnar- veri. Þar var áð en jafnframt litið á rústa- gróður við skálann. Enn var snúið aftur og farið niður fyrir Hnífá og Kisu. Haldið var áfram sömu leið til baka niður í Þjórsárdal, með viðeigandi hléum, en þar var lögð lykkja á leiðina til að skoða Háafoss. Horfið var frá því að fara vestur Línuveg, vegna áliðins dags og lélegs skyggnis. Þess í stað var ekið niður í byggð með viðkomu í Gjánni í Þjórsárdal. Þaðan var ekið um Hreppa að Flúðum, en þangað var komið undir kl. 19 um kvöldið. Tóku þar sumir gistingu á hótelinu eða í svefnpoka- plássum í skólanum en aðrir tjölduðu í skjóli undan skólavegg, því að komin var norðaustangjóla og kólnandi. Sunnudaginn 25. júlí var fremur svalt, hiti um og innan við 10°C, nokkuð stíf norðaustanátt og sá víða í moldrok, skýjað en þurrt og stundum sólarglæta. Lagt var upp um kl. 10 og ekið upp Hrunamanna- hrepp og upp á afrétt. Lítið var staldrað fyrr en áð var í Svínárnesi, en síðan var haldið inn yfir Rauðá og inn í Leppis- tungur, fram hjá Miklumýrum og meðfram 288

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.