Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 45
ÆVINTYRIÐ I SILJANSKALINNI Siljanskálin er einn stærsti þekkti loft- steinsgígur í Evrópu, 30^t0 km í þvermál, myndaður fyrir um 360 milljón árum, eða u.þ.b. við upphaf kolatímabilsins. Höggið mun hafa verið nægilegt til að sprengja jarðskorpuna allt niður í möttul. Alla jafna er jarðstöðuþrýstingur nægilegur til að loka þannig mynduðum sprungum, en við möttulþrýsting gæti sæmilega kröft- ugt gasstreymi náð að halda þeim opnum og því gæti þar opnast greið leið til yfir- borðs fyrir metan úr möttli, og engin hætta væri á kvikuferlum sem breytt gætu metaninu eins verða vill á plötuskilum eða við eldfjöll. Eins og fram kemur í greininni telur Gold Siljanskálina einn þeirra staða þar sem ákjósanlegar aðstæður eru til út- streymis ólífmyndaðra kolefnissambanda, t.d. olíu. Þetta varð til þess að hafnar voru athuganir á svæðinu með olíuleit í huga í samvinnu við Gold. Frumathuganir virt- ust mjög jákvæðar. Jarðeðlisfræðilegar mælingar gáfu m.a. vísbendingar um góða lekt, þ.e. mikið sprungið berg, og jarðefnafræðilegar kannanir leiddu í ljós bæði gas og olíu í jarðvegi. Bergið í skál- inni er granít, umkringt setbergi á jöðrum hennar og gætu olíulekar á yfirborði átt uppruna í því. A grundvelli þessara niðurstaðna var tekin ákvörðun um að bora 7,5 km djúpa holu á vegum Vattenfall („Landsvirkjunar Svíþjóðar“). Hófst borun í júní 1986 og lauk í mars 1990 eftir töluverða erfið- leika, einkum neðan 5 km dýpis. Loka- dýpi varð 6,7 km. Nokkurt gas kom upp við borunina, aðallega köfnunarefni, og var samsætu- samsetning þess innan þeirra marka sem þekkt eru í andrúmslofti. Kolvetni voru aðeins í snefilmagni og samsetning þeirra benti til tvenns konar uppruna. Annars vegar virtist koldíoxíð hafa hvarfast við vetni, sennilega fyrir áhrif boraðgerða (þar sem járn og ryð virka sem hvatar). Hins vegar fannst frummetan sem hefur lokast inni í kviku löngu áður en loft- steinninn féll. Athuganir á öðrum loftteg- undum, svo sem vetni og helíum, styðja og þá niðurstöðu að sáralitlar líkur séu á að þarna sé að fínna kolvetnisgas ættað úr möttli. Árið 1987 kom upp af um 6 km dýpi 10 m löng borstöng full af leðju, sem við greiningu reyndist sambland af magnetíti (,,ryði“) og olíu. Gold færði rök að því að hér hlyti að vera um að ræða ólífmyndaða olíu og beitti fyrir sig magnreikningum til að útiloka borolíu, þ.e. hann taldi meira hafa komið upp en nokkurn tíma hefði farið niður. Einnig benti hann á að vatn hefði tapast og taldi hann olíu hafa komið í staðinn og ennfremur að nikkelstyrkur væri hærri í olíunni sem upp kom en þeirri sem notuð var við borunina. Aðrir komust að þeirri niðurstöðu að greinilega væri um að ræða olíu, sem hefði ummyndast úr á- kveðinni tegund af smurolíu sem byrjað var að nota við boranirnar stuttu áður en leðjan kom upp. í lokaskýrslu Vattenfall var sú afstaða tekin. Gold og samstarfs- menn reyndu að stöðva útgáfu skýrslunn- ar en tókst ekki og ákvað Vattenfall að hætta samstarfi við þá. í sjónvarpsþætti sem gerður var um þetta milljónafyrirtæki 1991 kom í ljós að í nóvember 1984 hafði hópur sérfræðinga, sem ráðinn var til að gera óháða athugun fyrir Vattenfall, skilað neikvæðu áliti sem var trúnaðarmál og hafði aldrei verið birt. Gold og félagar létu ekki bugast og stofnuðu nýtt fyrirtæki, Dala Djupgas Projekt, og hófu borun nýrrar holu árið 1991 og hafa 11.200 smásparifjáreigend- ur lagt fé í það. Á ýmsu hefur gengið, verkefnis- og framkvæmdastjórum verið sagt upp og niðurstöður athugana ekki legið á lausu. Snemma árs 1993 var borun hætt enda sýnt að hún myndi engum árangri skila. 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.