Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 22
kenningu sína. Orðið oxy-gen er rakið til
grísku orðanna oksys (=sýra) og gen (- að
framleiða, framleiðandi), þ.e. oxy-gen
þýðir „sýru-framleiðandi“. Uppgötvun
niturs árið 1772 er yfirleitt eignuð Daniel
Rutherford, þó bæði C.W. Sheele og H.
Cavendish hafi einangrað lofttegundina
um svipað leyti. Lavoisier nefndi frum-
efnið a-zote sem þýðir „ekkert líf ‘ eða „án
lífs“, vegna þess að dýr dóu ef þau önduðu
að sér lofti sem innihélt ekkert súrefni.
Orðið köfnunarefni, á dönsku kvælstof og
á þýsku Stickstoff, vísar til sama eigin-
leika. Árið 1790 lagði Fransmaðurinn
Jean-Antoine-Claude Chaptal til að
franská nafnið fyrir þessa lofttegund yrði
nitrogéne. Nafnið kemur úr grísku eins og
azote, þ.e. niter sem þýðir saltpétur og gen
(framleiðandi). Raunar er það svo að þótt
tillaga að orðinu nitur/nitrogen sé frönsk
að uppruna virðist orðið azote hafa lifað
lengst í Frakklandi. Leifar af þessu gamla
orði má enn finna í nöfnum efnasambanda
sem innihalda virka hópinn -N=N-, nefnd
azo-efnasambönd. Nafn vetnis, hydrogen,
er samsett á hliðstæðan hátt, þ.e. úr grísku
orðunum hydros (vatn) og gen: Þegar vetni
brennur myndast vatn.
9. FLOKKUR
Sérsnidin nöfn
I þessum flokki eru sextán frumefni: akt-
iníum, argon, astatín, bismuth, dyspros-
íum, krypton, lanþanum, liþíum, neodym-
íum, neon, praseodymíum, protaktiníum,
10. mynd. Nafn iridíums er
dregið af gríska orðinu iris sem
þýðir regnbogi. Myndin sýnir
hvar Þór og Loki hafa fundið
hina hverfulu himnabrú Bifröst
eða regnbogann og geta því
snúið heim í Asgarð. Teikning
eftir Peter Madsen (Madsen &
Rancke-Madsen 1979).
radíum, radon, technetíum og
xenon.
I þennan flokk eru saman-
dregin ýmis frumefni sem standa eiginlega
utan við aðra flokka. Frumefnunum er
sameiginlegt að nöfn þeirra eru samsett og
sérsniðin nýyrði, flest smíðuð utan um
grískan eða latneskan orðstofn. Nánari
umfjöllun um eðallofttegundimar og
nokkur geislavirk frumefni mun skýra
þetta betur.
Árið 1835 kom Michael Faraday fram
með ýmis nýyrði til notkunar í efnafræði.
Nýyrðin hafði hann búið til úr hinum
klassísku tungumálum grísku og latínu,
orð eins og jón (,,ion“), katóða (,,cathode“)
og rafgreining („electrolysis"). Sama
verklag var viðhaft þegar eðallofttegund-
irnar fundust, þ.e. nöfn þeirra eiga sér
gríska eða latneska orðstofna. Tveir vís-
indamenn, William Ramsay og John W.S.
Rayleigh barón, uppgötvuðu hvor í sínu
lagi árið 1894 að andrúmsloftið innihélt
eitt efni í viðbót við súrefni og köfnunar-
efni. Þeir lögðu til að nýja frumefnið yrði
nefnt „aeron“, leitt af aer (loft). Gagnrýn-
endur þessa nafns bentu á að það væri of
líkt nafni Arons (Aarons) úr biblíunni en
samþykktu orðið argon sem þýðir latur eða
hvarftregur (úr grísku: a-ergon = engin
vinna). Nokkrum árum síðar, árið 1898,
voru krypton, neon og xenon uppgötvuð
og fengu öll sérsniðin nöfn. Þegar búið var
að eima burt súrefni, köfnunarefni og arg-
on úr fljótandi lofti var enn eitt frumefni
falið í vökvanum, nefnilega krypton, leitt
af gríska orðinu kryptos - falinn. Enn ein
eðallofttegund, neon, uppgötvaðist í fljót-
andi lofti, stuttu á eftir krypton og argon.
Nafnið kemur einnig úr grísku (neos - nýr)
252