Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 51
SlGURÐUR H. PÉTURSSON
Minningarorð
Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur lést í Reykjavík
þann 15. desember 1994 á
átttugasta og áttunda aldurs-
ári.
Sigurður lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1929 og
stundaði síðan nám við
háskóla í Kiel, Leipzig og
Kaupmannahöfn. Hann lauk
dr.phil.-prófi í tæknilegri
gerlafræði frá háskólanum í
Kiel árið 1935.
Sigurður var einn af frum-
herjum í örverurannsóknum hér á landi.
Hann hóf störf sem eftirlitsmaður með
mjólk hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík
1935 og starfaði þar í tíu ár. Frá árinu 1937
starfaði hann við gerlarannsóknir hjá
Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans.
Gerlarannsóknastofa Iðnaðardeildar var
síðar sameinuð rannsóknastofu Fiskifélags
Islands sem síðar varð Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins. Sigurður var deildarstjóri
gerladeildar frá 1960 til 1976 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Rannsónir hans
í þágu fiskiðnaðarins beindust að einkum
að skemmdum af völdum örvera í sölt-
uðum sjávarafurðum, s.s. saltfiski og grá-
sleppuhrognum.
Sigurður Pétursson átti sæti í stjórn Hins
íslenska náttúrufræðifélags árin 1946-1955
og var formaður félagsins 1951-1955. Er
Sigurður lét af formennsku tók hann við
ritstjórn Náttúrufræðingsins og gegndi því
starfi í 10 ár, 1956-1965. Aðeins Árni
Friðriksson hefur ritstýrt Náttúrufræð-
ingnum lengur, eða í 11 ár.
Á því 20 ára tímabili sem Hið íslenska
náttúrufræðifélag naut krafta Sigurðar urðu
miklar breytingar á högum félagsins og
einnig á útgáfu Náttúrufræðingsins. Árið
1947 var náttúrugripasafn félagsins afhent
íslenska ríkinu og gert að
ríkisstofnun. Þar með lauk
hinu upprunalega aðalhlut-
verki félagsins. Sem fyrr var
það megintilgangur félags-
ins að fræða íslenska alþýðu
um náttúrufræði og var
útgáfga Náttúrufræðingsins
stærsti þátturinn í þeirri
starfsemi. í formannstíð Sig-
urðar, var Náttúrufræðingur-
inn gerður að félagsriti Hins
íslenska náttúrufræðifélags
og blaðið stækkað úr 12
örkum í 14 á ári.
Hið íslenska náttúrufræðifélag hafði
keypt Náttúrufræðinginn árið 1941. Fyrstu
árin á eftir voru ritstjóraskipti tíð en því
skeiði í sögu tímaritsins lauk er Sigurður
settist á ritstjórastól. Hann kom á laggimar
fyrstu ritnefndinni og þar með komst
útgáfan í núverandi horf. í ritstjórnartíð
Sigurðar var alþýðleg fræðsla höfð í há-
vegum og sést það glöggt þegar flett er
heftum frá þessum tíma.
Auk annarra starfa fyrir félagið tók Sig-
urður saman höfunda- og efnisskrá yfir
1.-25. árgang Náttúrufræðingsins. Hann
skrifaði yfir 60 pistla og greinar í Náttúru-
fræðinginn auk fjölda greina í Frey, Ægi
og Tímarit Verkfræðingafélags íslands en
ritstjóri þess var hann 1946-1949. Eftir
Sigurð liggja einnig nokkrar bækur, m.a.
urn mjólkurfræði og gerlafræði svo og
fyrsta íslenska kennslubókin í líffræði fyrir
framhaldsskóla. Var hún notuð til kennslu í
mörg ár og er merkt brautryðjandaverk.
Sigurður Pétursson var kjörinn heiðurs-
félagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi
16. febrúar 1985. Með honum er genginn
einn hinna ötulustu félagsmanna frá upp-
hafi. Útför Sigurðar var gerð frá Garða-
kirkju þann 29. desember 1994.
Sigmundur Einarsson
281