Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 35
Gasið í LAGARFLJÓTI HALLDÓRÁRMANNSSON OG SIGMUNDUR EINARSSON Árið 1963 uppgöt\>aðist að lífrœnt gas streymir upp frá botni Lagarfljóts á nokkrum stöðum. Allar rannsóknir bentu til að gasið vœri myndað við rotnun jurtaleifa á botninum en það varð ekki sannað fyrr en árið 1992. Þar með dó draumurinn um olíulindir við Lagarfljót. m aldir hafa menn þekkt vakir Usem á hverjum vetri myndast á ísnum á Lagarfljóti. í Fljóts- ________ dælasögu segir: „Utan í nesinu stendr bær, er heitir á Hreiðarsstöðum. Þar er nú sauðahús. Þar bjó sá maðr, er Hreiðarr hét. Hann var landnámsmaðr ok vinr mikill Bersa ok Droplaugarsona. Hreiðarr var inn besti bóndi ok inn vænsti maðr. Heldr var hann nú við aldr ok hafði búit þar langa ævi. Fyrir nesit váru allt vakar. Þar brynndi hirðir nautum sínum.“ Halldór Ármannsson (f. 1942) lauk B.Sc.-prófi í efna- fræði og stærðfræði frá University of Wales 1964 og Ph.D.-prófi f sjóefnafræði frá The University, South- ampton 1979. Hann starfaði hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins 1967-1972 og hefur starfað við jarð- hitarannsóknir hjá Orkustofnun frá 1977. Halldór stundaði kennslustörf um árabil og hefur einnig unnið við ráðgjöf á sviði jarðhita erlendis, m.a. í Kenýa og Úganda á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Einarsson (f. 1950) lauk B.S.-prófi í jarð- fræði frá Háskóla íslands 1974. Hann starfaði við jarðhitarannsóknir hjá Orkustofnun 1977-1987, hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi 1988-1991 og hefur verið ritstjóri Náttúrufræðingsins frá 1991. Fljótsdælasaga mun vera meðal hinna yngstu af íslendingasögum, talin rituð ein- hvern tíma milli 1450 og 1550. ■ í LEIT AÐ HEITU VATNI í janúarbyrjun 1963 kom í ljós að jarðhiti leyndist undir Tuskuvökum í Urriðavatni í Fellum. Allmikið af loftbólum streymdi upp í vökunum og hefur það orðið til að halda þeim opnum ekki síður en upp- streymi heits vatns (1. og 2. mynd). Uppgötvun jarðhitans varð til þess að kannað var hvort einnig leyndist hiti undir Nautavökum á Lagarfljóti. Loft bólaði upp í vökunum og var enginn útlitsmunur á þeim og Tuskuvökum á Urriðavatni, en þar bólaði upp hveragas. Fljótlega kom þó í ljós að gasið í Nautavökum var eldfimt og reyndist það vera nær hreint metangas. Gasuppstreymi reyndist vera víðar í Fljótinu og einnig á leirunum við suðurenda þess. Algengt er að metangas myndist við rotnun jurtaleifa í tjörnum í mómýrum og er það því oft nefnt mýragas. ■ GASIÐ KANNAÐ fi^FORKUMÁLASKRIFSTOFAN 1963-1967 Eftir þessa uppgötvun var talið nauð- synlegt að rannsaka gasið nánar, leita skýr- inga á uppruna þess og kanna hvort það gæti haft hagnýta þýðingu. Jónas Pétursson Náttúrufræðingurinn 64 (4) bls. 265-280, 1995. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.