Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 55
Lausn hagkreppunnar er ekki á valdi HÍN
en af hálfu stjórnar og ritstjóra er unnið að
úrbótum á tímariti félagsins og efni þess.
Fjárhagsstaða félagsins er vonum framar,
þrátt fyrir fækkun greiðandi félaga og
kostnaðarsama bókarútgáfu á árinu. Hag-
ræðing í rekstri félagsins og útgáfu Nátt-
úrufræðingsins hafa leitt til umtalsverðs
sparnaðar, auk þess sem líka er búið að
greiða að fullu kostnað af Náttúru Mý-
vatns, afmælisriti félagsins, sem út kom
1991. Aðsókn að fræðslufundum félagsins
jókst heldur frá fyrra ári, en hún virðist
vera nokkur vísir á hugardoða og þjóð-
félagskreppur, því að aðsóknin hefur
jafnan minnkað þegar kreppa og húgarvfl
hafa verið ráðandi á landinu. Einnig jókst
þátttaka í ferðum félagsins til muna, þrátt
fyrir áframhaldandi rýmun á þjóðarhag.
Þetta hvort tveggja eru batamerki. Nokkur
von er þvr um betri hag félagsins á næst-
unni.
Reikningar félagsins
Gjaldkeri, Ingólfur Einarsson, kynnti
reikninga félagsins og voru þeir sam-
þykktir án athugasemda. Útgjöld hafa
verið veruleg undanfarið vegna bóka-
útgáfu („Náttúra Mývatns“ 1991, „Villt
íslensk spendýr“ 1993, í samvinnu við
Landvernd) og vegna þess hala á útgáfu
Náttúrufræðingsins sem þarf að vinna upp.
Ymsar aðgerðir hafa leitt til betri nýtingar
fjármuna og þar með sparnaðar. Nokkurt
fé er í sjóði, en þess þarf líka með til að
mæta fyrirsjáanlegum útgjöldum.
Fuglafriðunarnefnd og
Dýra verndunarnefnd
Flutt var skýrsla frá Agnari Ingólfssyni um
störf hans í Fuglafriðunarnefnd. Nefnd
þessi verður lögð niður þegar og ef
frumvarp til laga um vernd og veiðar
villtra fugla og spendýra verður að lögum
(frumvarp þetta varð, með litlum breyt-
ingum, að lögum árla árs 1994, og Fugla-
friðunarnefnd þar með lögð niður). Sig-
urður H. Richter, fulltrúi í Dýraverndunar-
nefnd, l'lutti athyglisverða skýrslu um störf
nefndarinnar.
Félagsgjöld
Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld var
samþykkt einróma, 3.000 kr. fyrir ein-
stakling og 3.600 kr. fyrir hjón. Samþykkt
var einnig tillaga stjórnar um sérstakt
skólafélaga- eða ungmennaárgjald, sem
væri 2.000 kr. og ungmenni, 23 ára eða
yngri, nytu. Fólk á þeim aldri er oft félítið,
hvort sem er vegna náms eða heimilis-
stofnunar. Var talið vert að koma til móts
við þetta fólk og auðvelda því aðgang að
Náttúrufræðingnum, auk annars.
Lagabreyting
Samþykkt var einróma tillaga frá stjórn
HÍN um eftirfarandi lagabreytingu: Við 8.
grein bætist eftirfarandi setning: „Félaga-
talið má þó birta félagsmönnum sér, eða
með öðrum hætti.“
Stjórnarkjör
Úr stjórn áttu að ganga formaðurinn,
Freysteinn Sigurðsson, og stjórnarmenn-
irnir Gyða Helgadóttir og Ingólfur Einars-
son. Formaður gaf kost á sér til endurkjörs
og var kjörinn einróma og án mótfram-
boðs. Ingólfur Einarsson gaf kost á sér til
endurkjörs en Gyða Helgadóttir ekki. Með
tillögu frá stjóm var stungið upp á Þóru
Elínu Guðjónsdóttur í stjórnina, og voru
þau Ingólfur bæði kjörin einróma og án
mótframboðs. Fyrir hönd stjómar afhenti
formaður Gyðu eintak af Þingvallabókinni
sem þakkarvott fyrir langt og gott starf í
þágu félagsins. Tillaga kom frá stjóm urn
varamenn í stjórn, þá Helga Guðmunds-
son, leiðsögumann og kennara, og Guð-
mund Halldórsson, plöntusjúkdómafræð-
ing. Voru þeir einróma kjörnir án mót-
framboðs. Endurskoðendur og varaendur-
skoðandi voru endurkjörnir án mótfram-
boðs, þeir Magnús Árnason og Sveinn
Ólafsson sem endurskoðendur og Ólafur
Jónsson sem varaendurskoðandi.
ÖNNUR MÁL
Undir liðnum „önnur mál“ kom fram
tillaga til ályktunar frá Hilmari J. Malm-
quist. Eftir nokkrar umræður var tillagan
samþykkt og hljóðar hún svo: „Aðalfundur
285